is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknarita



Nýtt í Skemmunni


Starf stuðningsfulltrúa í grunnskólum, í tengslum við börn með námsörðugleika og aðrar raskanir
Höfundur
Erla Viktoría Hrafnkelsdóttir 1999-


Viðfangsefni þessar ritgerðar er að varpa ljósi á starf stuðningsfulltrúa í grunnskólum í tengslum við börn með námsörðugleika og aðrar raskanir. Þegar barn upplifir skerta námsframvindu getur það þurft að fá aðstoð stuðningsfulltrúa. Stuðningsfulltrúar eru ráðnir inn í skóla af skólastjóra með s... (1.296 stafir til viðbótar)


Fjölskyldugerðir nútímasamfélags: Hverjar eru áskoranir og ávinningur þess að alast upp í ólíkum fjölskyldugerðum?
Höfundur
Soffía Sara Steingrímsdóttir 2000-


Frá örófi alda hefur mannfólkið átt það sameiginlegt að fæðast inn í fjölskyldu. Samsetning fjölskyldna í dag er sannarlega ólík því sem forfeður okkar þekktu. Skilnaðir hafa aukist verulega síðustu áratugina og reglur breyst um sambúð og barneignir. Í gegnum tíðina hefur margt hefur verið rætt o... (1.923 stafir til viðbótar)


Túlkun staðlaðra samningsskilmála með hliðsjón af 36. gr. a.-c. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga
Höfundur
Alex Uni Haraldsson 2000-


Þessi ritgerð kannar hvernig staðlaðir samningsskilmálar eru túlkaðir með hliðsjón af 36. gr. a.-c. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Á hverjum degi eru gerðir samningar sem innihalda staðlaða samningsskilmála, en notkun þeirra hefur aukist talsvert á síðustu árum. Með... (801 stafur til viðbótar)


Félagsþjónusta sveitarfélaga og fatlað fólk: Helstu áskoranir til framtíðar - hlutverk félagsráðgjafa
Höfundur
Kolfinna Bjarney Ólafsdóttir 1992-


Það er talið að fatlað fólk sé einn stærsti minnihlutahópur í heiminum. Mikilvægt er að halda áfram að bæta þjónustu við það og koma í veg fyrir að fatlað fólk sé aðgreint frá öðrum og brotið sé á rétti þess. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á stóran þátt í bættri þjónustu o... (1.306 stafir til viðbótar)


Eru Norðurlöndin velferðarríki: Umfjöllun um ójöfnuð innan Norðurlandanna
Höfundur
Annetta Poulsen Ragnarsdóttir 1978-


Við lifum á tímum þar sem ólíkar skoðanir og hugsunarháttur hafa áhrif á hvernig við skynjum að samfélagið eigi að vera. Eitt sinn var talið að markaðskapítalismi, þar sem lítil eða engin þörf er fyrir ríkisafskiptum, væri góð leið en sú aðferð þykir úrelt og niðurlægjandi í dag. Jafnvel OECD haf... (794 stafir til viðbótar)