is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknarita



Nýtt í Skemmunni


Hvaða atvik leiða til skipunar rannsóknarnefnda Alþingis?
Höfundur
Dagur Breki Júlíusson 2002-


Þrígreining ríkisvalds er grundvöllur íslensks stjórnskipan, markmið þess er að stuðla að því að handhafar ríkisvalds hafi aðhald með hvor öðrum og komi í veg fyrir misnotkun opinbers valds. Alþingi er sá handhafi ríkisvalds er fer með löggjafarvaldið, partur af eftirlitshlutverki Alþingis felst ... (485 stafir til viðbótar)


Sanngirnisbætur - Lög nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn borin saman við frumvarp til laga um almennar sanngirnisbætur sem forsætisráðuneytið lagði fram 2023
Höfundur
Heba Bjarg Einarsdóttir 2002-


Í þessari ritgerð verða lög nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn borin saman við frumvarp til laga um almennar sanngirnisbætur sem forsætisráðuneytið lagði fram árið 2023, en frumvarpið hefur einungis farið í gegnum eina umræðu.Sanngirnisbætur eru greiddar... (810 stafir til viðbótar)


Samvinna eftir skilnað. Mikilvægi góðrar samvinnu foreldra eftir skilnað
Höfundur
Ásdís Ögmundsdóttir 1995-


Skilnaðartíðni í vestrænum ríkjum hefur hækkað umtalsvert á síðustu áratugum og talið er að 40-50% hjónabanda endi með skilnaði. Með skilnaði fylgja ýmsar breytingar fyrir fjölskyldur. Fólk getur þurft að flytja búferlum, aukið fjárhagslegt óöryggi fylgir oft í kjölfarið ásamt aukinni streitu og ... (907 stafir til viðbótar)


Heilabilun og hinn ósýnilegi sjúklingur. Áhrif umönnunar á maka ástvinar með heilabilun
Höfundur
Hanna Guðrún Gestsdóttir 1989-


Viðfangsefni þessara ritgerðar er heilabilun og áhrif sjúkdómsins á maka og nánustu aðstandendur þeirra sem með hann greinast. Markmið ritgerðarinnar er að skoða og fá innsýn í upplifun maka af því að takast á hendur óformlegt umönnunarhlutverk gagnvart ástvini sínum sem veikist af heilabilun og ... (1.059 stafir til viðbótar)


Uppeldi foreldra og geðheilsa barna og ungmenna. Áhrif uppeldisaðferða foreldra á geðheilsu barna og ungmenna
Höfundur
Eva Huld Halldórsdóttir 2001-


Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um uppeldi og þær uppeldisaðferðir sem foreldrar nota til að ala upp börn sín og áhrif þeirra á eiginleika og geðheilsu barna, bæði í nútíð og þegar fram líða stundir. Uppeldi er skilg... (1.548 stafir til viðbótar)