is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknarita



Nýtt í Skemmunni


Aukin réttarstaða brotaþola í sakamálum - Með hliðsjón af breytingarlögum nr. 61/2022 og hugleiðingum um aðild brotaþola.
Höfundur
Marinó Eggertsson 1997-


Ritgerð þessi er til B.A. prófs við lagadeild Háskóla Íslands. Réttarstaða brotaþola hefur verið skeggrædd í þjóðfélagslegri umræðu, þá hefur því verið haldið fram að staða brotaþola hér á landi sé mjög bágborin og fjarlægð brotaþola við mál sitt sé mikil. Í ritgerð þessari verður fjallað um þær ... (532 stafir til viðbótar)


Áhrif áfengis- og vímuefnavanda foreldra á ung börn
Höfundur
Árný Inda Indriðadóttir 1991-


Meginviðfangsefni ritgerðarinnar eru ung börn, núll til sex ára, sem alast upp við áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra. Markmiðið er að fá innsýn í birtingarmynd og afleiðingar sem neyslan getur haft á líf ungra barna og hvað hægt er að gera til að greina hegðunarmynstur og áhættuhegðun og veita ... (867 stafir til viðbótar)


Greiðslur bóta úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota og laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Samanburður
Höfundur
Valgerður Laufey Guðmundsdóttir 2001-


Í þessari ritgerð verður fjallað um lög nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, með síðari breytingum, (hér eftir skammstöfuð bþl.) og lög nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (hér eftir sammstöfuð sbl.). ... (463 stafir til viðbótar)


Starf stuðningsfulltrúa í grunnskólum, í tengslum við börn með námsörðugleika og aðrar raskanir
Höfundur
Erla Viktoría Hrafnkelsdóttir 1999-


Viðfangsefni þessar ritgerðar er að varpa ljósi á starf stuðningsfulltrúa í grunnskólum í tengslum við börn með námsörðugleika og aðrar raskanir. Þegar barn upplifir skerta námsframvindu getur það þurft að fá aðstoð stuðningsfulltrúa. Stuðningsfulltrúar eru ráðnir inn í skóla af skólastjóra með s... (1.296 stafir til viðbótar)


Fjölskyldugerðir nútímasamfélags: Hverjar eru áskoranir og ávinningur þess að alast upp í ólíkum fjölskyldugerðum?
Höfundur
Soffía Sara Steingrímsdóttir 2000-


Frá örófi alda hefur mannfólkið átt það sameiginlegt að fæðast inn í fjölskyldu. Samsetning fjölskyldna í dag er sannarlega ólík því sem forfeður okkar þekktu. Skilnaðir hafa aukist verulega síðustu áratugina og reglur breyst um sambúð og barneignir. Í gegnum tíðina hefur margt hefur verið rætt o... (1.923 stafir til viðbótar)