is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknarita



Nýtt í Skemmunni


Veiðifélög: Skylduaðild að veiðifélögum í ljósi 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar
Höfundur
Njörður Bruun 2001-


Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Svo hljóðar 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 sem mælir fyrir um félagafrelsi manna. Í 2. mgr. 74. gr. má finna systurre... (2.523 stafir til viðbótar)


Fjölskyldur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi: Fjölskyldugerðir og -mynstur
Höfundur
Birta Rut Hauksdóttir 1999-


Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er vandamál á heimsmælikvarða. Börnum hefur lengi verið kennt að tala ekki við ókunnuga en þó verða börn oftast fyrir kynferðisofbeldi af einhverjum nákomum. Fjölskyldur á norðurlöndunum hafa orðið flóknari með árunum og kynferðisofbeldi gegn börnum aukist. Markm... (1.222 stafir til viðbótar)


Áföll kvenna á flótta. Aðkoma félagsráðgjafa að því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð við móttöku flóttafólks
Höfundur
Fönn Hallsdóttir 1999-


Í mannkynssögunni hafa aldrei verið fleiri einstaklingar á flótta í heiminum en nú. Stríðsástand, náttúruhamfarir og pólitískar ógnir valda því að sífellt fleira fólk leggur á flótta frá heimasvæðum sínum. Konur og stúlkur á flótta lifa við þá stanslausu ógn að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, yfir... (1.168 stafir til viðbótar)


Félagsráðgjöf og skilnaður foreldra: Áhrifamáttur félagsráðgjafa
Höfundur
Sara Dögg Traustadóttir 1990-


Í þessu verkefni verður spurningunni svarað um það hvort félagsráðgjafar geti haft áhrif á skilnað foreldra og líðan barna við skilnað. Í ritgerðinni er farið yfir þau neikvæðu áhrif sem skilnaður getur haft á foreldra og börn og hvað félagsráðgjafar geta gert til þess að aðstoða foreldra og börn... (966 stafir til viðbótar)


Staða erlendra fanga í fangelsum á Íslandi: Endurhæfing fyrir alla?
Höfundur
Bergdís Rut Jónsdóttir 1999-


Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu erlendra fanga í íslenskum fangelsum. Eftirfarandi rannsóknarspurningum er svarað: Hver er staða erlendra fanga í íslenskum fangelsum? Hvaða þjónusta stendur erlendum föngum til boða? Hver er aðkoma félagsráðgjafa í þjónustu við erlenda fanga? Fá erlendir fan... (1.599 stafir til viðbótar)