is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5884

Titill: 
  • Þetta snýst allt um viðhorf : stjórnun og skipulag kennslu barna með sérþarfir á yngsta stigi grunnskólans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi starfa grunnskólar eftir hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar. Lög og
    reglugerðir styðja við hugmyndafræðina ásamt skólastefnum sveitarfélaga. Hugmyndafræðin um
    skóla án aðgreiningar gerir kröfur um að skólar og kennarar aðlagi bæði námsefni og
    kennsluhætti að stefnunni. Hugmyndafræðin hefur einnig mótandi áhrif á hugmyndir um
    sérkennslu nemenda.
    Þessari eigindlegu rannsókn er ætlað að varpa ljósi á hvernig stjórnun og skipulagi
    sérkennslu er háttað á yngsta stigi grunnskólanna á Akureyri og að skoða hvort stjórnun og
    skipulag sérkennslunnar samræmist íslenskum lögum, alþjóðlegum reglugerðum sem íslendingar
    eru aðilar að og skólastefnu Akureyrarbæjar.
    Aðferðin við rannsóknina fólst í hálfopnum viðtölum sem tekin voru á tímabilinu
    nóvember 2009 til febrúar 2010. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórir sérkennarar, fjórir
    umsjónarkennarar og fjórir skólastjórar.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að allir kennararnir áttu frekar erfitt með að gera
    grein fyrir ákveðnum þáttum hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar. Þeir efast um hæfni
    annarra kennara til þess að koma til móts við einstaklingsþarfir nemenda, en mótsagna gætti í
    svörum þeirra þar sem allir kennararnir nema einn sögðu kennslu barna í skólum sínum fara fram
    eftir hugmyndum um skóla án aðgreiningar. Kennararnir segja að almennt skipti skólastjórnendur
    sér ekki af kennsluháttum. Flestir kennaranna segjast taka þátt í ákvörðunum og flestir þeirra
    sögðu samstarf við aðra kennara vera gott og hlutverkaskipan vera skýra. Kennarar í þremur
    skólum sögðu skólastjórnendur veita forystu um hugmyndafræðina og allir kennararnir sögðu
    samvinnu heimilis og skóla yfirleitt vera til fyrirmyndar. Álit flestra viðmælendanna benti til þess
    að skýra faglega forystu skorti á heildarsýn skólanna varðandi hugmyndafræðina um skóla án
    aðgreiningar.
    Aðeins einn skólastjóranna fjögurra virtist hafa skýra sýn á hugmyndafræðina um skóla
    án aðgreiningar og einn skólastjóranna var mótfallinn hugmyndafræðinni. Allir skólastjórarnir
    töldu sig vita hver sýn kennaranna á hugmyndafræðina væri og sögðu kennsluhætti í skólum
    sínum fara fram eftir henni. Þrír skólastjóranna nýta teymiskennslu í skólum sínum til þess að
    koma til móts við alla nemendur. Tveir skólastjórar telja kennara vera opna fyrir ráðgjöf og
    stuðningi og segja kennara í skólum sínum taka þátt í ákvörðunum er varða hugmyndafræðina um
    skóla án aðgreiningar. Meginniðurstöður viðtalanna við skólastjórana gefa til kynna að
    framfylgja þurfi enn betur skólastefnu Akureyrarbæjar sem grundvallast á íslenskum lögum,
    reglugerðum og alþjóðlegum samþykktum sem tryggja eiga jafnan rétt allra til náms.

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Anna Kolbrún Árnadóttir.pdf540.09 kBOpinn"Stjórnun og skipulag sérkennslu á yngsta stigi grunnskólans" - heildPDFSkoða/Opna