is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/180

Titill: 
  • Sjúkraflutningamenn : geta skilið á milli lífs og dauða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka viðhorf íslenskra sjúkraflutningamanna til eigin þekkingar og þjálfunar í endurlífgun.
    Við rannsóknina var notuð megindleg, lýsandi rannsóknaraðferð. Mælitæki rannsóknarinnar var spurningalisti sem þróaður var af rannsakendum í samvinnu við leiðbeinanda. Þýði rannsóknarinnar voru allir starfandi sjúkraflutningamenn á Íslandi en úrtakið samanstóð af 190 atvinnusjúkraflutningamönnum frá fimm stöðum á landinu. Svarhlutfall var 84%. Við úrvinnslu gagna var stuðst við hugbúnaðinn SPSS og töflureiknirinn Excel.
    Flestir þátttakenda komu frá höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti þátttakenda (45%) var á aldrinum 31-40 ára. Flestir þátttakendana voru með talsverða starfsreynslu á sviði sjúkraflutninga. Um tveir þriðju þeirra (61%) höfðu sex ára starfsreynslu eða lengri og þar af höfðu 14% þeirra unnið meira en 20 ár við sjúkraflutninga. Tæplega þriðjungur (31%) þátttakenda höfðu eingöngu grunnnám í sjúkraflutningum og rúmlega helmingur (58%) þátttakenda hafði lokið námi í neyðarflutningum. Þátttakendur sem höfðu lokið námi í bráðatækni voru 7% og aðeins einn hafði enga menntun.
    Meginþorri þátttakenda í rannsókninni (90%) hafði jákvætt viðhorf til eigin þekkingar í endurlífgun og meirihluti þeirra telur sig geta framkvæmt endurlífgun á öruggan hátt. Um fjórðungur þátttakenda sem hafði tekið þátt í endurlífgun taldi sig frekar óöruggan eða mjög óöruggan. Meirihluti þátttakenda (85%) taldi að ekki mætti líða meira en eitt ár á milli námskeiða í endurlífgun og bentu þeir á að auka mætti fjölbreytileika námskeiða í endurlífgun. Nokkrar þekkingarspurningar voru lagðar fyrir þátttakendur og komu þær ágætlega út.
    Það er von rannsakenda að niðurstöður þessarar rannsóknar verði til þess að sjúkraflutningamenn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að þeir viðhaldi þekkingu sinni og færni í endurlífgun, því að með aukinni þekkingu og reglulegri endurmenntun munu sjúkraflutningamenn eflast sem fagstétt og geta því staðið enn betur undir þeim miklu kröfum sem ætlast er til af þeim.
    Lykilhugtök: endurlífgun, kunnátta, færni, þekking og þjálfun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjukraflutningamenn.pdf839.62 kBTakmarkaðurSjúkraflutningamenn - heildPDF
sjukraflutningamenn_e.pdf90.12 kBOpinnSjúkraflutningamenn - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
sjukraflutningamenn_h.pdf132.69 kBOpinnSjúkraflutningamenn - heimildaskráPDFSkoða/Opna
sjukraflutningamenn_u.pdf119.35 kBOpinnSjúkraflutningamenn - útdrátturPDFSkoða/Opna