is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6549

Titill: 
  • Læsi í teymiskennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu við Háskóla Íslands – Menntavísindasvið vorið 2010. Í verkefninu reynum við að átta okkur á því hvort mismunandi kennsluaðferðir hafi áhrif á læsi. Við völdum að skoða teymiskennslu, bæði út frá sjónarhóli kennara og barna og hvort kennarateymin komi nemendum til góða á leið sinni til læsis. Spurningin er hvort kennarateymum tekst að koma betur til móts við einstaklingana á eigin forsendum en einn kennari í móðurmálskennslunni.
    Fjallað er um hugtökin teymiskennslu og læsi og hvernig kennarar geta tengt þessi tvö hugtök saman og notað í þeim tilgangi að efla og styrkja námsárangur nemenda í fyrstu bekkjum grunnskóla. Í verkefninu er að finna dæmi úr þremur ólíkum íslenskum skólum sem styðjast við teymiskennslu. Dæmin eru úr kennslu í móðurmáli. Auk þeirra eru skoðanir kennara og skólastjórnenda skólanna fléttaðar inn í umræðuna um læsi í teymiskennslu.
    Niðurstaðan er í stuttu máli sú að vel heppnuð samvinna kennara í teymiskennslu getur, með góðri skipulagningu, hjálpað nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla við nám sem tengist lestri, ritun og lesskilningi.
    Á fyrstu árum grunnskólans er algengt að mikill munur sé á lestrarfærni nemenda. Með teymiskennslu tveggja eða fleiri kennara og stærri nemendahópi er auðveldara að getuskipta og mynda hópa er innihalda nemendur með svipaða færni. Þar fær hver hópur námsefni við sitt hæfi og minni tími fer til spillis innan kennslustundanna. Það auðveldar kennurum einnig að fylgjast betur með hverjum og einum nemanda og mætir þannig betur markmiðum einstaklingsmiðaðs náms.
    Með fleiri kennurum aukast möguleikar á fjölbreytni í námsefni og kennsluaðferðum. Kennararnir læra jafnframt hver af öðrum, sem kemur þeim til góða í starfi sínu. Með vel heppnaðri teymiskennslu eru meiri líkur á því að nemendur sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun öðlist aukna færni í læsi á skemmri tíma en ella. Þetta nýtist einnig nemendum sem lengra eru komnir, þeir fá frekar námsefni við sitt hæfi og geta aukið færni sína í læsi á markvissari hátt. Það er von okkar að með verkefninu náum við að vekja áhuga lesenda á teymiskennslu og þeim möguleikum sem það kennslufyrirkomulag hefur upp á að bjóða fyrir kennara og nemendur í kennslu á öllum þáttum læsis.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Læsi_í_teymiskennslu.pdf218.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna