is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/896

Titill: 
  • Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð : markaðssetning á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari skýrslu er gert grein fyrir því hvernig staðið er að markaðssetningu á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á Íslandi og með hvaða hætti er hægt að bæta markaðssetninguna. Meðferðin er ein tegund óhefðbundinna meðferða og er utan almenna heilbrigðiskerfisins. Hún barst fyrst til Íslands árið 1994 en síðan þá hafa yfir 300 einstaklingar lært meðferðina, flestir með bakgrunn í almennri heilbrigðisþjónustu. Rekstrarumhverfi meðferðarinnar á Íslandi er greint og með SVÓT greiningu eru dregnir fram helstu þættirnir í umhverfinu sem geta haft áhrif á starfsemi meðferðaraðila. Í því samhengi er litið til þess hvernig rekstrarumhverfi meðferðarinnar er á hinum Norðurlöndunum og borið saman við stöðuna á Íslandi. Farið er yfir hvernig einkenni þjónustu, væntingar og skynjuð þjónustugæði viðskiptavina hafa áhrif á markaðsstarf, auk þess sem gert er grein fyrir mikilvægi ímyndar þjónustufyrirtækja og bent á leiðir til að hafa áhrif á ímyndina. Þá er greint frá því með hvaða hætti meðferðaraðilar geta notað kynningarráðana og aðrar leiðir í kynningar- og markaðsstarfi. Til að fá betri sýn á stöðu höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar á Íslandi voru tekin viðtöl við meðferðaraðila varðandi markaðssetningu á starfsemi þeirra og hvaða viðhorf þeir teldu að almenningur og heilbrigðisstarfsfólk hefði gagnvart höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Einnig voru tekin viðtöl við neytendur meðferðarinnar sem tengdust væntingum þeirra og viðhorfi til meðferðarinnar ásamt því hvað réði vali þeirra á meðferðinni og meðferðaraðila. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að hægt er að bæta til muna markaðssetningu á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á Íslandi en meðferðaraðilar þyrftu fyrst og fremst að leggja áherslu á að fræða almenning um meðferðina því að þekking þeirra á henni virðist vera afar takmörkuð.
    Lykilorð: Markaðssetning þjónustu, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, ímynd, kynningarráðarnir, lítil fyrirtæki.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hofudbeina.pdf491.76 kBTakmarkaðurHöfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð - heild PDF
hofudbeina_e.pdf122.24 kBOpinnHöfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
hofudbeina_h.pdf191.44 kBOpinnHöfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð - heimildaskráPDFSkoða/Opna
hofudbeina_u.pdf123.42 kBOpinnHöfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð - útdrátturPDFSkoða/Opna