is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9527

Titill: 
  • Maður fyrir borð : fræðsluefni um málstol
  • Heilaheill - áfall er ekki endirinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræði og er í þremur hlutum. Í fyrsta lagi unnum við bækling fyrir aðstandendur fólks með málstol og aðra sem hafa áhuga á málefninu. Í öðru lagi gerðum við kort fyrir þá sem eru með málstol en á því eru einkunnarorðin: Sýnum þolinmæði. Þannig geta þeir sem eru með málstol rétt fram kortið þegar þurfa þykir til dæmis í verslunum og á öðrum stöðum í þeim tilgangi að fá meiri skilning og þolinmæði. Kortið er á íslensku, ensku og pólsku. Í þriðja lagi unnum við fræðilega skýrslu um efnið og ber hún heitið Maður fyrir borð:Fræðsluefni um málstol. Heitið er engin tilviljun því okkur finnst það vera lýsandi fyrir þær tilfinningar sem margir finna fyrir þegar fólk lendir í skyndilegum áföllum og missir fyrri getu og hæfni sem það áður hafði. Lífið tekur óvænta stefnu sem enginn veit hvert leiðir. Markmið okkar er að vekja athygli almennings á málstoli og minnka þannig hættuna á að þessi þögli hópur einangrist í samfélaginu. Mikil þörf er
    á meiri skilning og vakningu á málefninu úti í þjóðfélaginu. Til að vekja enn frekar athygli á málstoli hönnuðum við einnig og létum búa til boli með eldlilju og kjörorðunum Málstol: Sýnum þolinmæði,. Verkefnið byggir á erlendum rannsóknum og viðtölum sem við tókum við fólk með málstol. Helstu niðurstöður okkar voru þær að í nútímasamfélagi eru gerðar miklar kröfur til tjáskipta þar sem hraði og álag er mikið en það getur reynst þeim sem eru með málstol afar erfitt. Ef ekki ríkir skilningur og þolinmæði í samskiptum er hætta á að þessi hópur einangrist. Einnig skiptir félagsnet miklu máli til þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn upplifi sig ekki minna virði í samfélaginu. Ekki eru til aðgengilegar upplýsingar um málefnið á íslensku, eins og til dæmis bæklingar eða fræðsluefni á aðgengilegu máli. Því ákváðum við að auðvelda þeim sem vildu fræðast um málstol að nálgast upplýsingar með því að gefa út bækling sem dreift er af Heilaheill, samtök sem vinna að velferðar‐ og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall).

Styrktaraðili: 
  • Heilaheill styrktu útgáfu bæklingsins í þeim tilgangi að hjálpa aðstandendum og fólki með málstol að nálgast upplýsingar. IKEA styrktu prentun þolinmæðiskortanna.
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kapa.pdf163.46 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Maður fyrir borð. Fræðsluefni um málstol.pdf8.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Malstolsbæklingur.pdf6.22 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
málstolskort.pdf2.62 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna