is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/227

Titill: 
  • Lifum og leikum : fræðileg umfjöllun um hugtakið útikennsla og safn kennsluhugmynda fyrir kennara að styðjast við í útikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flest allir eru eflaust sammála um að nám og kennsla barna á að vera fjölbreytt, skemmtileg og stuðla að sem bestum árangri. Í aldanna rás hafa fræðimenn komið fram með hugmyndir sínar um hinar ýmsu kennsluaðferðir, nám og kennslu. Hvað er kennsluaðferð og er það eitthvað sem kennari þarf að hafa í huga þegar hann skipuleggur kennslu? Við munum taka fyrir sérstaklega kennsluaðferðina „útikennslu“ og velta því fyrir okkur hvort það sé mikilvægt fyrir börnin okkar að fara út, kynnast nánasta umhverfi sínu, læra með því að geta snert horft og lyktað. Við munum leitast við að útskýra hvað fellst í hugtakinu útikennsla og hvers vegna hún er mikilvæg fyrir íslenska skólakerfið. Til að svara því leitum við í kenningar fræðimanna frá ýmsum tímabilum og sjáum þannig hvernig hugtakið þróast og eflist með tímanum. Hvernig hefur þróun útikennslu á Íslandi verið háttað? Er einhver útikennsla í íslenskum grunnskólum í dag, og með hvaða hætti? Breyting á leiksniði barna er sífellt að breytast með tilkomu hinna ýmissa tækninýjunga en gömlu góðu leikirnir mega ekki gleymast. Í því tilliti höfum við sett saman hugmyndabanka, þar sem fram koma okkar útfærslur á skemmtilegum leikjum fyrir börn á öllum aldri til að læra í gegnum. Það er okkar von að kennarar framtíðarinnar geti nýtt sér þessa vinnu okkar við kennslu í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 20.6.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf7.83 MBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna