is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2476

Titill: 
  • Þættir úr flugrétti og Alþjóðaflugmálastofnunin
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 1783 átti fyrsta loftbelgsflugið sér stað. Þó að ekki sé hægt að segja að í loftbelgsflugi hafi falist möguleikar til flutningsþjónustu í lofti á borð við það sem nú þekkist þá var þarna eitthvað nýtt á ferðinni og ljóst var að einhverjar reglur varð að setja um loftbelgsflugið.
    Þörfin fyrir samræmdar öryggisráðstafanir, ásamt háværri kröfu ríkja eftir síðari heimstyrjöldina um tryggingu á óskoruðu fullveldi sínu, voru því að segja má í brennidepli þegar Chicago-ráðstefnan um alþjóðaflugmál var sett í samnefndri borg þann 1. nóvember 1944.
    Í ritgerðinni er sögu flugsins stuttlega gerð skil. Áhersla er lögð á þá atburði sem kölluðu einna helst á lagasetningu. Þannig er leitast við að varpa ljósi á grundvallaratriði þeirrar reglusetningar sem á eftir kom sem og það regluverk sem við búum við í dag á sviði alþjóðlegs flugréttar. Fjallað er sérstaklega um málefni Chicago-ráðstefnunnar og Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO) sem sett var á fót á Chicago-ráðstefnunni árið 1944.
    Í ritgerðinni er stjórnsýslu alþjóðaflugmála og hlutverki stofnana ICAO gerð skil. Farið er yfir afmörkun loftrýmisins með tilliti til fullveldisréttar ríkja. Fullveldisréttur var mikilvægt hagsmunamál í samningaviðræðum ríkjanna á Chicago-ráðstefnunni og er enn í dag stór þáttur í umræðinni um aukið frelsi í viðskiptum með umferðarréttindi. Fjallað er um hlutverk og afstöðu ICAO og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) til aukins frelsis í viðskiptum með umferðarréttindi og afstöðu samningsríkja ICAO í þessum málum í ljósi þeirra réttinda og skyldna sem hvíla á ríkjum varðandi loftrými yfir yfirráðasvæði þeirra.
    Í síðasta hluta ritgerðarinnar er svo gerð grein fyrir ICAO og umhverfisvernd en á sama tíma og loftflutningsiðnaðurinn stækkar verður þörfin fyrir regluverk og samvinnu á sviði umhverfismála brýnni en nokkru sinni. Fjallað er því sérstaklega um stefnu ICAO hvað varðar vélarútblástur á alheimsvettvangi.
    Stækkun loftflutningsiðnaðarins kallar á aukna frelsisvæðingu í viðskiptum með umferðarréttindi en aukin frelsisvæðing kallar á eflingu öryggis og virka umhverfisvernd. Þannig spila saman grundvallarreglurnar um öryggi í flugi og um fullveldisrétt þjóða í álitamálum sem hafa orðið til með auknum umsvifum á sviði loftflutninga. Ætlunin er að varpa ljósi á samspil þessara þátta og á hlutverki ICAO í þessari þróun og komast gera grein fyrir hvernig ICAO gengur að taka á þessum álitamálum.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_fixed.pdf959.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna