is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6350

Titill: 
  • Titill er á ensku The common whelk (Buccinum undatum L.): Life history traits and population structure
  • Beitukóngur (Buccinum undatum L.): Lífsöguþættir og stofnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er snigill sem lifir frá fjöru að 1200 m dýpi og finnst víða í N-Atlantshafi. Hann er veiddur til manneldis í Evrópu og Kanada. Tegundin er þekkt fyrir mikinn breytileika í stærðardreifingu, kynþroskastærð og útliti.
    Mökunartími, kynþroskastærð, stærðardreifing og svipfar beitukónga á tíu stöðvum á sniði þvert yfir Breiðafjörð voru rannsökuð með gögnum úr mánaðarlegum sýnatökum frá júni 2007 – desember 2008. Til að rannsaka stofnerfðafræði beitukónga í Breiðafirði, Húnaflóa og Færeyjum voru svæði úr hvatberagenunum 16S rRNA og COI raðgreind og niðurstöðurnar bornar saman á milli svæða sem og við svipfarsdreifingu þeirra.
    Meðalstærð veiddra beitukónga var milli 49 – 57 mm og líkt og stærðardreifingin var hún mismunandi milli stöðva í Breiðafirði. Beitukóngar urðu kynþroska við 45 – 70 mm hæð skeljar, meðalaldur við kynþroska var á bilinu 4.7 – 7.5 ár, þetta var einnig misjafnt milli stöðva. Mánaðarlegur samanburður á hlutfallslegri þyngd eista af þyngd beitukóngs án helstu líffæra bendir til þess að tímgun beitukónga við V-Ísland eigi sér stað á haustin og fram á miðjan vetur, líkt og tíðkast í Evrópu. Svipfarsbreytileiki var mikill milli beitukónga frá stöðvunum 10, í flestum tilfellum voru 4 – 6 útlitsbreytur beitukónga marktækt frábrugðnar á milli svæða, af þeim 6 sem prófaðar voru.
    Marktækur munur á tíðni arfgerða var til staðar innan Íslands og milli Færeyja og Íslands en ekki innan Breiðafjarðar. Svipfar íslenskra og færeyskra beitukónga var ólíkt en þó aðeins marktækt ólíkt milli Færeyja og Breiðafjarðar; beitukóngar frá Húnaflóa og Færeyjum hafa svipað lagaðan kuðung. Beitukóngur er mjög breytileg tegund, sérstaklega innan Breiðafjarðar en þessi útlitslegi breytileiki virðist ekki endurspeglast í erfðafræðilegri aðgreiningu milli svæða sem gæti bent til þess að umhverfisþættir hafi áhrif á form beitukóngskuðunga.

  • Útdráttur er á ensku

    The common whelk (Buccinum undatum L.) is a subtidal gastropod widely distributed in the North Atlantic Ocean. It is fished commercially in both Europe and Canada. The species is known for its variation; in size distribution, maturation size and morphology.
    From a data series of monthly samples collected from June 2007 to December 2008 the timing of copulation, size distribution and shell shape of the common whelk were studied at 10 stations across Breiðafjörður. Fragments of the mitochondrial genes 16S rRNA and COI were sequenced to study the population genetics of the common whelk in Breiðafjörður, Húnaflói and the Faeroe Islands. The genetic population structure of the common whelk in these areas was then compared with its morphological populations.
    The average size of whelks at the 10 sample locations in Breiðafjörður ranged from 49 – 57 mm. Size distribution, average size and maturation size were different between stations. Whelks became mature at a shell height of 45 – 70 mm and at 4.7 – 7.5 years of age. Monthly comparison of testis weight vs. eviscerated weight of the whelk indicates that copulation of whelks in W-Iceland takes place in the period from September to February. This is consistent with the time of mating in European populations. Morphological variability was high as 4 – 6 of the six shell ratios tested were significantly different between stations.
    Allele frequencies for both 16S rRNA and COI, were significantly different between Icelandic areas and between Iceland and the Faeroe Islands, but not inside Breiðafjörður. The morphology of whelk shells was significantly different between Breiðafjörður and the Faeroe Islands; whelks from Húnaflói and the Faeroe Islands seem to have similarly shaped shells. The common whelk is a variable species, especially within Breiðafjörður. This morphological variability does not seem to be reflected in the mitochondrial allele frequencies between areas, indicating that environmental factors could affect the shape of the shell of B. undatum.

Styrktaraðili: 
  • Vör
    NORA
    AVS
Samþykkt: 
  • 30.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_Hildur Magnúsdóttir.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna