is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13094

Titill: 
  • Bjargir og hindranir til mennta : lífssögur átta systkina vestan úr Djúpi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var í grunninn að víkka út þekkingu með því að safna og greina lífssögur sem varpað gátu ljósi á helstu bjargir og hindranir tiltekins hóps, það er átta systkina sem fædd voru á árunum 1936 – 1950 vestur í Ísafjarðardjúpi, til að afla sér menntunar.
    Stuðst var við samskiptakenningar og kenningu franska félags-, mann- og heimspekingsins Pierre Bourdieu. Rannsakað var hvort félagsleg staða og menningarauður (menningarauðmagn) foreldra systkinanna (um var að ræða þrjár systur og fimm bræður) hafi haft áhrif á bjargir og hindranir til mennta. Ennfremur var kannað hvað annað en félagsleg staða og menningarauður foreldra hafi haft áhrif. Rannsóknarspurningarnar voru fjórar og settar fram með markmið rannsóknarinnar að leiðarljósi. Spurningarnar voru eftirfarandi: hverjar voru helstu bjargir og hindranir systkinahópsins til að afla sér menntunar, hverjar voru helstu bjargir og hindranir einstaklinganna innan systkinahópsins til að afla sér menntunar, hvaða áhrif hafði félagsleg staða og menningarauður foreldra á menntun systkinahópsins og hvað annað en félagsleg staða og menningarauður foreldra hafði áhrif á menntun systkinahópsins?
    Rannsóknin var eigindleg, það er lífssögurannsókn (e. life story). Lífssögum þátttakenda var safnað með viðtölum, en opinber rituð gögn voru einnig skoðuð og nýtt sem heimildir.
    Helstu niðurstöður voru að félagsleg staða og menningarauður foreldra höfðu talsverð áhrif á menntaframvindu systkinanna, viðhorf til náms og frekari sókn til mennta. En fleira kom til. Nægir að nefna fráfall föður sem dæmi. Ennfremur leiddi rannsóknin í ljós áður óþekkt sjónarhorn á viðfangsefnið (bjargir og hindranir til mennta), það er sjónarhorn átta systkina, upplifanir þeirra og reynslu. Sem slík víkkaði rannsóknin út þekkingu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar styðja því við þær ályktanir sem dregnar hafa verið af fyrri rannsóknum þar sem tengsl félagslegrar stöðu, menningarauðs og menntunar hafa verið rannsökuð.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to expand knowledge, id est a collection of what is known, by collecting and analyzing life stories of eight siblings, born in the period 1936 - 1950 in the West Fjords of Iceland, who could shed a light on the main resources and obstacles faced by the siblings in their effort to acquire an education.
    The study was supported by action theories and the theory of the French sociologist, humanist, and philosopher, Pierre Bourdieu. The study focused on whether social status and cultural capital of the siblings' parents affected, in any way, their resources and obstacles to education. Furthermore, the study delved into what other than social status and cultural capital of the parents affected these resources and obstacles.
    The study was qualitative, that is to say a life history study. Life histories of the participants were collected through interviews, but official written documents were also reviewed and used references.
    Results indicated that the social status and cultural capital of the parents had a significant impact on the educational progress of the siblings, their views on education, and their interest in further studies. None the less, there were more contributing factors. For example the death of their father. Furthermore, the study reveals previously unknown views on resources and obstacles to education, that is to say the siblings' point of view and their own experiences. As such, the study widened the investigation into knowledge.
    The findings of this study support the assumptions drawn from previous studies that link social status, cultural capital, and education. These studies show that social status and cultural wealth of the parents affect school performance and educational progress of children both internationally and in Iceland.

Samþykkt: 
  • 18.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyþór Sigurbjörnsson.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna