is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4804

Titill: 
  • Álver eru ekki rekin vel nema með fullt af fólki sem kann til verka“. Mat á ávinningi framhaldsnáms Stóriðjuskóla Alcan
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að meta ávinning framhaldsnáms Stóriðjuskóla Alcan á Íslandi. Stóriðjuskólinn er staðsettur í Straumsvík og er sérhæfður skóli með tvíþætt fagnám og starfsnám fyrir áliðnað. Annars vegar er boðið upp á þriggja anna grunnnám þar sem starfsmenn útskrifast sem stóriðjugreinar og hins vegar er boðið upp á þriggja anna framhaldsnám sem gefur starfsheitið áliðjugreinir.
    Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt og voru tekin viðtöl við tíu starfsmenn álversins sem tilheyra fyrsta hópnum sem fór í gegnum framhaldsnámið og útskrifaðist árið 2006. Jafnframt voru tekin viðtöl við þrjá stjórnendur fyrirtækisins. Miðað var að því að fá fram sýn og viðhorf starfsmanna og stjórnenda á námið. Aðalrannsóknarspurningin var: Hvaða ávinning hefur framhaldsnámið fyrir samfélagið í Straumsvík í heild? Unnið var með fræðilegar heimildir um starfsmenntun, greiningu á fræðsluþörf og mat á ávinningi fræðslu og þjálfunar.
    Námið í Stóriðjuskólanum miðar ekki eingöngu að því að bæta færni og hæfni í starfi heldur miðar það einnig að því að gera einstaklinginn að betri og öflugri persónu. Það má segja að Alcan hafi sett námi í Stóriðjuskólanum ný markmið með framhaldsnáminu og skapað eftirsóknarvert ferli fyrir starfsmenn sína. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að með námi í Stóriðjuskólanum hefur Alcan tekist að búa til fræðsluferli sem miðar að því að þjálfa starfsfólk og gera það reiðubúið til að gegna í framtíðinni forystuhlutverki innan fyrirtækisins.
    The purpose of the research is to evaluate the benefits of education provided by ISAL´s School for Unskilled Workers. The School is located in Straumsvík and is a specialized educational program with a dual role in providing vocational- and professional training in the aluminum industry. On the one hand, it offers a three semester undergraduate program where employees graduate as industrial analysts and on the other hand, it offers a three semester graduate program where employees graduate as aluminum analysts.
    Qualitative research methods were applied and interviews conducted with ten employees of the aluminum company who were members of the first group which went through the program and graduated in 2006. In addition, interviews were conducted with three directors of the company. The aim was to obtain a overview of the various opinions of the education from the employees and directors. The main research question was: What benefits has the educational program for the community in Straumsvik as a whole? Scientific literature was analyzed in order provided references to vocational training, analysis of educational need and the benefits of education and training.
    The education provided by ISAL´s School for Unskilled Workers not only aims to improve professionalism and abilities of the employees, but also to make the individuals better persons. It can be stated that Alcan has created new goals for the school by offering its graduate program and produced demand for its employees. The main findings of the research show that with its educational program, Alcan has been able to create a process which aims to train employees and enable them to assume professional leadership in the company’s future.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álver eru ekki rekin vel nema með fullt af fólki sem kann til verka .pdf1.29 MBLokaðurHeildartextiPDF