is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13224

Titill: 
  • „Ég veit ekki hver fjandi þetta var.“ Draugasögur úr Hvítárnesskála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um draugasögur úr Hvítárnesskála. Hvítárnesskáli sem er við Kjalveg er eitt elsta sæluhús Íslands, en allt frá byggingu þess árið 1930 telja margir sig hafa orðið vara við reimleika í skálanum. Athugaðar verða þær sögur sem finna má í bókum, en einnig verða lýsingar úr gestabókum skálans skoðaðar. Að auki verða draugasögur sem fengust úr viðtölum kannaðar, og reynt að finna hvort einhver líkindi séu á milli þessara þriggja tegunda heimilda.
    Fyrsti og annar hluti ritgerðarinnar fjalla um kenningar og hugtök innan þjóðfræðinnar sem falla að þessari rannsókn. Hugtök og kenningar úr dularsálfræði verða einnig kynntar, og farið verður yfir rannsóknarsögu á draugatrú. Þriðji og fjórði hluti ritgerðarinnar fjalla um sögu sæluhúsa hér á landi, og sögu Hvítárnesskálans sem og umhverfi Hvítárness. Í fimmta og jafnframt stærsta hluta ritgerðarinnar eru draugasögur úr skálanum rannsakaðar, og verður meðal annars skýringa leitað á því hvers vegna sá sagnaarfur sem skálanum tengist er svo umfangsmikill sem raun ber vitni. Í sjötta og síðasta kaflanum verður svo reynt að varpa ljósi á algengasta birtingarform sagnanna, og kannað hvort eitthvað ‒ og þá hvað ‒ sé hægt að lesa út úr þeim.
    Rannsóknin leiddi í ljós að draugasögur hafa fylgt skálanum nánast alveg frá byggingu hans. Meirihluti sagnanna segir frá sýnum karlmanna á konu einni, sem gjarnan birtist þeim bæði þegar þeir eru vakandi, sem og í draumi. Fornar bæjartóftir eru á bak við skálann og telja menn að þessi kona sem gjarnan birtist í skálanum sé fyrrum heimiliskona á bænum sem hafi verið myrt af ástmanni sínum. Ekkert er vitað um ábúendur þessa forna bæjar né hvað hann hét, en sumir hafa kallað hann Tjarnarkot. Túlkanir manna eru þó misjafnar og hafa margir sínar eigin skoðanir á því hvað það er sem kunni í raun að leynast í Hvítárnesskálanum.

Samþykkt: 
  • 4.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Draugasögur_úr_Hvítárnesskála.+BA$00282$0029.pdf344.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna