is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1263

Titill: 
  • Flæðisöltun - pækill
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar síldarbiti er lagður í saltpækil hefst massaflutningur salts úr pæklinum inn í síldina og vatn úr síldinni á móti. Örfín filma af útþynntum pækli vegna vatns úr síldinni myndast utan um bitann, sem tefur framrás massaflutningsins. Með því að halda síldarbitanum eða pæklinum á hreyfingu má eyða þessu lagi og flýta fyrir söltun. Í hönnun er kerfi sem nýtir þessa staðreynd til þess að hraða forsöltun síldarflaka frá því að taka sólarhring niður í eina klukkustund. Þetta kerfi er kallað flæðisöltunarkerfi, þar sem síldin flæðir í gegnum kerfið og kemur út úr því í þeim saltstyrk sem óskað er. Kerfið leysir af hólmi eldra karakerfi sem er bæði pláss, tíma og fjárfrekt.
    Í þessu verkefni er lögð áhersla á að rannsaka hvernig efni úr síldinni söfnuðust upp í pæklinum við að hringrása honum, hvort þau hömluðu söltun og hvernig mætti ná þeim út úr pæklinum með tilliti til endurnýtingar hans. Eins þurfti að rannsaka hvernig samsetning efnanna væri, til þess að geta komið með tillögur að hreinsivirki fyrir flæðisöltunarkerfið. Gerð var rannsókn með síldarbita þar sem flæðisöltunartæki, smíðað til tilrauna, var notað til þessa að salta síldarflök og safna pækilsýnum. Tekin voru sýni úr síldinni á ferlinu og þau efnamæld Próteinuppsöfnun, breytingar á saltinnihaldi pækilsins og sýrustig voru mæld, einnig voru gerð rannsókn á agnastærð pækilsins, örverutalning og athugað með fituinnihald. Athugað var hvað gerðist við að hita, sýra, þeytivinda og afsalta pækilinn. Niðurstaðan var sú að óhreinindi í pækli hamla ekki söltun, en þau valda vandkvæðum í meðförum. Því var lagt til að nota röð af himnusíum til þess að hreinsa pækilinn, vegna þess að þær eru sparar á orku og skemma ekki próteinin ef kosið er að nýta þau frekar.
    Lykilorð: NaCl, endurnýting pækils, massaflutningur, himnusíun,

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
flaedisoltun.pdf746.86 kBTakmarkaðurFlæði - heildPDF
flaedisoltun_e.pdf137.73 kBOpinnFlæði - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
flaedisoltun_h.pdf163.82 kBOpinnFlæði - heimildaskráPDFSkoða/Opna
flaedisoltun_u.pdf85.49 kBOpinnFlæði - útdrátturPDFSkoða/Opna