is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/200

Titill: 
  • Viðhorf flutningabílstjóra til þekkingar og þjálfunar í skyndihjálp
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka viðhorf flutningabílstjóra til þekkingar og þjálfunar í skyndihjálp.
    Skyndihjálp er fyrsta hjálp sem veitt er einstaklingi sem orðið hefur fyrir slysi eða veikst skyndilega. Talið er að stór hluti almennings sem hefur hlotið þjálfun, óttist þá ábyrgð sem fylgir skyndihjálp. Lítill hluti þeirra sem hefur fengið þjálfun í endurlífgun hefja hana á vettvangi, því er mikilvægt að viðhalda þekkingu sinni til að kunna réttu handtökin.
    Rannsóknin var megindleg og notast var við forprófaðan spurningalista sem unnin var af rannsakendum. Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 130 starfandi flutningabílstjórum sem valdir voru með þægindaúrtaki. Við tölfræðilega úrvinnslu rannsóknarinnar var notast við hugbúnaðinn SPSS og töflureikninn Excel.
    Þátttakendur rannsóknarinnar voru 68 % af úrtakinu. Flestir þátttakendur höfðu farið einu sinni til tvisvar á skyndihjálparnámskeið eftir að þeir höfðu lokið prófi í auknum ökuréttindum. Þar af voru 74 % sem fannst að ekki mættu líða meira en tvö ár á milli skyndihjálparnámskeiða en þrátt fyrir það höfðu aðeins 41 % farið á skyndihjálparnámskeið á síðastliðnum tveimur árum. Ef vinnuveitandi byði upp á námskeið myndu allir þátttakendur nema einn nýta sér þann valkost. Meiri hluti þátttakenda taldi að námskeið í skyndihjálp ætti að vera í formi hefðbundinna fyrirlestra með verklegum æfingum en rannsóknir hafa sýnt að sjálfsnám og sjónvarpsauglýsingar gefa einnig góðan árangur. Rúmlega helmingur þátttakenda taldi sig ekki búa yfir nægri þekkingu í skyndihjálp til að geta brugðist rétt við á slysstað. Í lokin var könnuð þekking þeirra í fyrstu viðbrögðum skyndihjálpar og komu niðurstöður ekki vel út.
    Samkvæmt rannsóknarniðurstöðum virðast starfandi flutningabílstjórar ekki viðhalda þekkingu sinni og þjálfun í skyndihjálp. Meiri hluti flutningabílstjóranna taldi sig ekki geta brugðist rétt við í skyndihjálp ef á þyrfti að halda og er það í samræmi við niðurstöður þekkingarspurninganna. Hjúkrunarfræðingar gegna stóru hlutverki við að auka þekkingu og færni flutningabílstjóra.
    Lykilhugtök: þekking, þjálfun, viðhorf, skyndihjálp, flutningabílstjóri.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bilstj.pdf804.36 kBTakmarkaðurViðhorf flutningabílstjóra til þekkingar og þjálfunar í skyndihjálp - heildPDF
bilstj-e.pdf132.12 kBOpinnViðhorf flutningabílstjóra til þekkingar og þjálfunar í skyndihjálp - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
bilstj-h.pdf141.93 kBOpinnViðhorf flutningabílstjóra til þekkingar og þjálfunar í skyndihjálp - heimildaskráPDFSkoða/Opna