is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1664

Titill: 
  • Út úr þögninni : kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Umræðan í íslensku þjóðfélagi hefur verið mikil undanfarin misseri. Var það kveikjan að þessu verkefni. Ásetningur höfunda er að gera efninu góð skil því umfang vandans er síst minni hér á landi en annarstaðar í heiminum. Í þessu verki verður fyrst fjallað um íslenska löggjöf og hvernig þau vernda börn nú á tímum og áður fyrr. Því næst verður fjallað um ofbeldi og birtingarmyndir þess en mest grein gerð fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðari hluti verkefnisins fjallar um niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir leikskólastjóra á Eyjarfjarðarsvæðinu, Þar sem þekking og viðhorf þeirra til kynferðislegs ofbeldis eru kannaðar og hvaða úrræðum var beitt þegar upp komst um kynferðislegt ofbeldi.
    Niðurstöður könnunarinnar komu á óvart að mörgu leyti, eins og til dæmis hve mikla endurmenntun leikskólakennarar höfðu fengið um kynferðislegt ofbeldi og hve margir töldu sig ekki hafa orðið varir við kynferðislegt ofbeldi. Ljóst var að leikskólastjórar hafa viljann og verkfærin til að sinna þessum málaflokki mun betur en nú er gert.

Samþykkt: 
  • 14.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
út úr þögninni - Lokaritgerð.pdf4.17 MBOpinn"Út úr þögninni-Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum"-heildPDFSkoða/Opna