is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10317

Titill: 
  • "Held ég myndi ekki vilja vera stjórnandi sem er ekki í tengslum við starfið" : leikskólastjórar i dreifbýli og þættir í starfsumhverfi þeirra sem hafa áhrif á þá sem faglega leiðtoga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að leitast við að varpa ljósi á stöðu leikskólastjóra í dreifbýli og hvað þeir telja að hafi áhrif á þá sem faglega leiðtoga. Jafnframt var skoðað hvaða þætti í starfsumhverfi sínu þeir telji vera styðjandi eða letjandi, hvaða upplifun þeir hafa af samfélagslegri stöðu leikskólans og hvernig þeim gengur að móta og þróa faglegt lærdómssamfélag.
    Rannsóknin er eigindleg og voru þátttakendur þrír leikskólastjórar í dreifbýli en gagna var aflað með viðtölum við þá. Með viðtölunum var leitast við að fá mynd af upplifun leikskólastjóra í dreifbýli af störfum sínum og áhrifaþáttum í starfsumhverfi þeirra.
    Niðurstöður benda til að þættir sem styðja við leikskólastjóra sem faglega leiðtoga eru að hafa leikskólakennara með sér, að hafa kennsluskyldu, að dreifa forystu, að samskipti séu góð innan sem utan leikskóla, góð tengsl við samfélagið í kring og sérstaklega samstarf við grunnskólann. Gott samstarf við sveitarstjóra og fræðslunefnd og greiður aðgangur að skólaskrifstofu styður einnig leikskólastjóra í dreifbýli. Leikskólastjórum þykir fámennur leikskóli og nándin í litlu samfélagi mikill kostur. Fámennum leikskóla getur líka fylgt sá ókostur að vegna fárra starfsmanna munar miklu um hvern og einn. Helstu þættir sem letja eru tímaleysi, of fátt fagfólk, mikil starfsmannavelta og langar vegalengdir.
    Leikskólastjórunum virðist ganga vel að móta og þróa leikskólann sem faglegt lærdómssamfélag en þó eru þeir komnir mislangt í því ferli.
    Samfélagsleg staða leikskólans í sveitarfélögunum virðist nokkuð sterk. Leikskólarnir eru þó í mismiklum samskiptum við samfélagið. Það virðist vera undir leikskólastjóra komið hvernig samskiptum við bæði grunnskóla og aðra í samfélaginu er háttað. Leikskólastjórar hafa helst áhyggjur af niðurskurði í leikskólunum sem þeir telja að muni bitna á faglegu starfi og áframhaldandi þróun leikskólastarfs.

Samþykkt: 
  • 1.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. lokaritgerð. 18.sept. 2011 - Copy.pdf949.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna