is Íslenska en English

???ItemDisposition.Technical Report???

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5767

Titill: 
  • Stefnumótun : tillaga að stefnumótun Jökulsárlóns ehf.
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um stefnumótun. Markmiðið er að fá mynd af því hvað
    stefnumótun er og hvaða tæki og tól eru nýtt við gerð hennar. Í verkefninu er fjallað um
    ferðaþjónustufyrirtækið Jökulsárlón ehf., sem siglir með ferðamenn á Jökulsárlóni á
    Breiðamerkursandi. Núverandi staða hjá fyrirtækinu er greind og í kjölfar þess er gerð tillaga
    að stefnu fyrirtækisins sem unnin var í samstarfi við eiganda þess, Einar Björn Einarsson. Við
    gerð verkefnisins voru lögð fram eftirfarandi rannsóknarspurning:
    Hvernig má nota fræðileg forskriftarviðhorf stefnumótunar til að marka stefnu Jökulsárlóns
    ehf.?
    Til þess að fá fram svar við rannsóknarspurningunni er auk fræðilegs yfirlits um stefnumótun
    leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    - Hvernig fyrirtæki er Jökulsárlón ehf.?
    - Hvernig vilja stjórnendur að fyrirtækið verði í framtíðinni?
    - Hver er vænt þróun á ferðamannastraumi til Íslands og að Jökulsárlóni og hver eru
    möguleg þolmörk Jökulsárlóns?
    - Hver verður stefna Jökulsárlóns ehf.?
    Til að komast að því hvernig fyrirtæki Jökulsárlón ehf. er voru tekin viðtöl við eiganda þess,
    Einar Björn Einarsson, auk þess sem viðtal var tekið við fyrrverandi eiganda fyrirtækisins.
    Við gerð stefnumótunarinnar var einnig tekið viðtal við Einar Björn og hann spurður út í
    framtíðarsýn hjá fyrirtækinu og að því loknu var hafist handa við stefnumótunina sjálfa. Til
    þess að komast að þolmörkum ferðamanna við Jökulsárlón lagði höfundur þjónustukönnun
    fyrir ferðamenn á Jökulsárlóni sumarið 2009. Til að ákvarða önnur þolmörk var notast við
    rannsókn sem gerð var á þolmörkum Lónsöræfa 2003 og ferðamálakönnunar sem gerð var í
    Austur-Skaftafellssýslu sumarið 2008. Einnig notaði höfundur viðtöl sem hann tók við aðila
    sem þekkja Jökulsárlónssvæðið vel. Megin rannsóknarspurningin leitar svars við því hvernig
    stefna Jökulsárlóns ehf. markast í framhaldi af greiningum skýrsluhöfundar að höfðu samráði
    við eiganda fyrirtækisins og er allt sem á undan því fer í skýrslunni til að leiða lesandann að
    þeim niðurstöðunum sem eru tillaga að stefnu Jökulsárlóns ehf. Fyrirtækið er vel rekið og
    starfar á markaði sem er í stöðugri þróun og vexti. Af þessum ástæðum er mikilvægt fyrir
    fyrirtækið að hafa góða og skýra stefnu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ha050131allt.pdf2.78 MBLokaðurLokaritgerð alltPDF
InngUtdr.pdf332.93 kBOpinnefnisyfirlit og inngangurPDFSkoða/Opna