EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10044

Titles
  • is

    Tækifæri og ógnanir við hagsmuni Íslendinga á Norðurslóðum

  • Opportunity‘s and challenges for Icelandic interest in the Artic

Submitted
September 2011
Abstract
is

Framtíðarhagsmunir Íslendinga á Norðurslóðum eru miklir, sökum þess hversu auðugt
svæðið er af náttúruauðlindum og vegna möguleika á auknum siglingum um svæðið í
kjölfar bráðnunar Norðurskautsíshellunnar. Samfara auknum umsvifum á svæðinu
skapast áhugaverð tækifæri til atvinnuuppbyggingar og fjárfestingar sem gætu haft
jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Samhliða þessum tækifærum má þó einnig greina
ákveðnar ógnir við íslenska hagsmuni. Í kjölfar aukinna umsvifa á svæðinu eykst hætta á
neikvæðum áhrifum á umhverfi svæðisins sem haft getur alvarleg áhrif á efnahagsþróun
Íslands enda eru þær greinar sem skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, sjávarútvegur
og ferðaþjónusta, mjög viðkvæmar fyrir mengun og umhverfisslysum. Afkoma þessara
atvinnugreina byggist að miklu leyti á ímynd Íslands sem óspillts og ómengaðs og
tengingar þess við hugmyndina um hreinleika ósnertrar náttúru norðurslóða. Ef alvarleg
mengunarslys eiga sér stað á norðurslóðum er því einnig hætta á að það geti haft alvarleg
áhrif á ímynd Íslands og skaðað þannig efnahagslega hagsmuni landsins.

Accepted
13/09/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA ritgerð Guðmund... .pdf1.14MBOpen Complete Text PDF View/Open