EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10058

Title
is

Í einskismannslandi? Þjónustusamningar ríkisins

Submitted
October 2011
Abstract
is

Meginmarkmið þessa verkefnis er að skoða réttarstöðu notenda þjónustu þar sem verkefnum hins opinbera hefur verið útvistað með þjónustusamningum. Verkefnið er þverfaglegt annars vegar á sviði stjórnsýslufræða og hins vegar á sviði stjórnsýsluréttar. Þær grundvallarhugmyndir sem búa að baki þjónustusamningum innan stjórnsýslufræðanna byggjast á þeirri hugsun að hægt sé að færa verkefni hins opinbera til einkaaðila með það í huga að ná fram hagræðingu í rekstri en án þess að það hafi nein áhrif á þá sem njóta þjónustunnar. Út frá sjónarhorni stjórnsýsluréttarins er hins vegar horft til þess að verkefni stjórnvalda hafi ákveðinn tilgang og hlutverk ásamt því að um þau gildi ákveðnar reglur sem ekki síst sé ætlað að vernda þá sem njóta þjónustunnar. Þegar verkefni séu færð frá hinu opinbera til einkaaðila missi þessar reglur marks og þeir sem þjónustunnar njóti kunni að skaðast. Um leið bresti ábyrgðarleiðir innan stjórnsýslunnar. Niðurstöður benda til þess að töluvert vanti upp á að lagaheimildir að baki þjónustusamningum sem og innihald samninganna sjálfra sé nægilega skýrt. Þá benda niðurstöður til þess að réttarstaða notenda þjónustu breytist umtalsvert við það að verkefni eru færð til einkaaðila. Fyrst og fremst verði réttarstaða þeirra óljósari en áður.

Accepted
14/09/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Ì einskismannsland... .pdf907KBOpen Complete Text PDF View/Open