EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10067

Title
is

Kvennalistinn. „Saga mikilla átaka, saga sigra og ósigra, saga gleði og vonbrigða“

Submitted
September 2011
Abstract
is

Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort Kvennalistinn hafi, með framboði sínu til Alþingis og þingsetu í 16 ár, haft tilætluð áhrif, þá bæði á samfélagið og eins á fjölgun kvenna í stjórnmálum. Til að leita svara við þeirri spurningu verður hugmyndafræði Kvennalistans skoðuð og hvaða áhrif hugmyndafræðin hafði á þróun Kvennalistan og hvernig hún þróaðist í takt við vöxt hreyfingarinnar. Einnig verða þau málefni sem Kvennalistinn kom á dagskrá stjórnmálanna skoðuð og metið hvernig til tókst.
Kvennalistinn var grasrótarhreyfing og verður farið yfir hvernig Kvennalistanum sem hreyfingu farnaðist í því umhverfi sem hann varð til í.
Helstu niðurstöður eru þær að Kvennalistinn hafði mikil áhrif og greiddi meðal annars leið íslenskra kvenna inn á svið stjórnmálanna. Hinir rótgrónu stjórnmálaflokkar sem áður höfðu haft konur til málamynda á sínum framboðslistum tóku við sér og fljótlega var ljóst að án kvenna væri ekki hægt að sigra kosningar. Hugmyndafræði Kvennalistans sem gagnrýnd var fyrir mæðra- og eðlishyggju varð til í því umhverfi að nauðsynlegt var að berjast fyrir auknum réttindum kvenna innan kerfisins. Kvennalistinn var róttæk stjórnmálahreyfing sem hreyfði við samtímanum með tilvist sinni.

Accepted
15/09/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Snidmati_BAritgerd... .pdf651KBOpen Complete Text PDF View/Open