is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10081

Titill: 
  • Ferðaþjónusta á norðanverðum Vestfjörðum: Ímynd og markaðsfræðileg nálgun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ferðamannaiðnaðurinn er einn stærsti iðnaður sem til er í dag í öllum heiminum, bæði hvað varðar atvinnu og tekjur. Þegar kemur að ferðamannaiðnaðinum á Íslandi þá eru norðanverðir Vestfirðir ekki nægilega vel sóttir af þeim ferðamönnum sem eiga leið um landið.
    Þessi rannsókn var því framkvæmd til að kanna hvort eitthvað gæti varpað ljósi á það hvers vegna svo fáir ferðamenn sem eiga leið um Ísland fari til norðanverðra Vestfjarða. Markmið rannsóknarinnar gekk út á að kanna hvort hægt sé að skýra veika stöðu ferðamannaiðnaðarins á norðanverðum Vestfjörðum. Til að ná þessu markmiði var kannað hvernig ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýta sér markaðsfræðina í vinnubrögðum sínum og einnig var ímynd norðanverðra Vestfjarða meðal fólks könnuð. Til að ná þessum upplýsingum var stuðst við eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir.
    Aðalatriðið sem fram kom í þessari rannsókn þegar uppbygging ferðaþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum var rædd við ferðaþjónustuaðila á svæðinu var skortur á heildarstefnumótun, heildstæðri markaðsstefnu og markaðssetningu. „Það þarf að skapa ímynd fyrir Vestfirði“ sagði einn viðmælandi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að ímynd norðanverðra Vestfjarða er frekar góð, „náttúrufegurð“ var sá þáttur sem skoraði langhæst og „leiðinlegt“ langlægst. Það er samt sem áður athyglisvert hversu hlutlaust fólk er þegar kemur að flokkunum „úrval afþreyingar“ og „úrval gististaða“. Þetta er þó í samræmi við það sem kemur fram í opnu spurningunni þar sem mjög fáir nefna atriði tengd afþreyingu og viðburðum á norðanverðum Vestfjörðum.

  • Útdráttur er á ensku

    Tourism is one of the biggest industries in the world today, both regarding work and income. When it comes to tourism in Iceland the northern Westfjords is not getting a fair share of the tourists that travel to and around the country.
    This research was done in order to see if anything can shed a light on why so few tourists that travel around Iceland go to the northern Westfjords. The goal of this research was therefore to study the weak position of tourism in northern Westfjords. To reach this goal the research analised how the tourist industry in the area make use off marketing in their practices and the image of northern Westfjords was explored among people. To attain this information both qualitative and quantitative research methods were used.
    The main thing observed in the interviews with people in the tourism industry in northern Westfjords was the lack of an overall strategy, a comprehensive marketing strategy and marketing. „An image for northern Westfjords needs to be created“, one of the persons interviewed said. The results of the study also show that the image of northern Westfjords is quite good, „beautiful nature” scored the highest and „boring” scored very low. However it is interesting to see how neutral people are when scoring recreation and accommodation. This is in line with the results of the open question of the survey where very few mentioned words relating to recreation and events in northern Westfjords.

Athugasemdir: 
  • Lokaverkefni til meistaraprófs í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin telst til 30 ECTS eininga og var unnin með hléum frá vori 2009 til sumarsins 2011 en rannsóknin var framkvæmd sumarið 2009.
Samþykkt: 
  • 16.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MW_MS_október_2011.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna