is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10109

Titill: 
  • Áhrif hlutfallslegs aldursmunar í íslenskum íþróttum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessir tekur til umfjöllunar hin svokölluðu áhrif hlutfallslegs aldurs í íþróttum á Íslandi. Áhrif þessi hafa verið rannsökuð víða um heim en þau lýsa sér í því að hlutfallslega fleiri „afreksíþróttamenn“ eru fæddir á fyrri helmingi ársins og er það rakið til forskots sem þeir hafa í þroska á yngri stigum þjálfunar framyfir þá sem eru fæddir á síðari helmingi ársins.
    Skoðaðar voru sex íþróttagreinar: fótbolti, körfubolti, handbolti, sund, fimleikar og frjálsar íþróttir. Dreifni fæðingarmánuða íþróttamannanna var borinn saman við almenning en gögnin voru fengin frá aðildarsamböndum þessara greina á Íslandi. Skýr merki um áhrifin fundust í fótbolta og frjálsum íþróttum sérstaklega en einnig í körfubolta. Hins vegar voru áhrifin ekki greinileg fyrir sund, fimleika eða handbolta. Á óvart kom að niðurstöður skildu vera svo ólíkar fyrir handbolta og körfubolta vegna þess hve svipaðar greinarnar eru og eru settar fram vangaveltur um af hverju gæti það stafað. Áhrifin virðast almennt meiri hjá körlum en konum og kemur það skýrt fram í rannsókninni.
    Þá er farið yfir fyrri rannsóknir á þessu sviði og helstu kenningar um orsakir áhrifanna reifaðar. Að lokum er farið yfir hvaða skref megi taka til þess að minnka áhrifin og tryggja að afreksíþróttamenn framtíðar keppi á jafnréttisgrundvelli óháð hvenær á árinu þeir eru fæddir.

Samþykkt: 
  • 19.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pétur Sólnes_ritgerð.pdf661.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna