is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10113

Titill: 
  • Fjárheimildir heilbrigðiskerfisins. Úthlutun á rekstrareiningar með höfðatöluaðferð
  • Titill er á ensku Capitation formula. Resource allocation to health care regions in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfang: Í þessari rannsókn er lögð fram fyrsta tillaga að íslenskri höfðatöluforskrift. Hún er byggð á reynslu annarra ríkja af aðferðafræðinni. Hún grundvallast á starfsemi allra heilsugæslustöðva fyrir tímabilið 2004-2009, starfsemi heilbrigðisstofnana á tímabilinu 2001-2009 og starfsemi sérhæfðra sjúkrastofnana á tímabilinu 2003-2009. Skilgreindar eru 15 gervistofnanir. Þarfavísitala er reiknuð fyrir hverja stofnun og byggir hún á níu lýðfræðilegum breytum. Kostnaðarvísitala er reiknuð vegna mismunandi aldurs- og kynsamsetningar íbúa. Aðgengisvísitala er reiknuð út frá samsetningu búsetu og ferðalengdar íbúa á upptökusvæði stofnunarinnar. Niðurstaðan er áhættu- og aðgangsleiðrétt höfðatölufjárheimild fyrir árið 2010 á hverja stofnun og hvert umdæmi. Loks er dreginn fram samanburður á fjárheimildum samkvæmt höfðatöluforskrift og skilgreindri fjárheimild samkvæmt fjárlögum 2010.
    Aðferðir: Þarfavísitala er fundin með aðhvarfsgreiningarlíkani með margvíðum þversniðsgögnum (e. panel data, cross-sectional) þar sem gert er ráð fyrir bundnum áhrifum milli tímabila (e. fixed effect). Skilgreind eru þrjú mismunandi líkön; heilsugæslulíkan, almennt sjúkrahúslíkan og sérhæft sjúkrahúslíkan. Háðu breyturnar í hverju líkani er starfsemi úrræðisins (samskipti heilsugæslunnar og innlagnir sjúkrastofnana) á hvern íbúa gervistofnunarinnar. Óháðu breyturnar eru níu mismunandi lýðfræðilegar breytur. Kostnaðarvísitala er reiknuð á kostnaðarvigtir fyrir hvern aldurs- og kynhóp á hverjum stað fyrir sig. Kostnaðarvigtirnar eru byggðar á sænskum kostnaðartölum fyrir heilsugæsluþjónustu, almenna sjúkrahúsþjónustu og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Aðgangsvísitala er reiknuð á grundvelli fjarlægðar.
    Niðurstöður: Marktæk fylgni er milli notkunar heilsugæslunnar umfram landsmeðaltal og atvinnuleysis, örorku og staðlaðrar dánartíðni undir 65 ára. Í almennri sjúkrahússtarfsemi er fylgni milli notkunar hennar umfram landsmeðaltal og heildartekna einstaklinga, örorku, atvinnuleysis og umönnunarmats. Heildartekjur, atvinnuleysi, stöðluð dánartíðni allra aldurshópa og prófgráða við útskrift skýra notkun á sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu umfram landsmeðaltal. Fjárheimild með höfðatöluforskrift fyrir hverja stofnun er ólík þeirri fjárheimild sem þær fá í dag á fjárlögum.

  • Útdráttur er á ensku

    Scope and purpose: The paper presents an Icelandic capitation model. The model is tailored to the Icelandic health care system; however, it is based on the insight and experience of countries with long history in capitation formula design. An index approach is employed, based on aggregate data. The capitation model is derived from the activities of health care clinics in Iceland for the period 2004-2009, the activities of health care institutions in the period 2001-2009, and the activities of specialized institutions for the period 2003-2009. Fifteen virtual facilities are defined and a need index calculated for each institution based on outcome from a multiple regression model with nine demographic and socioeconomic variables. A cost index is calculated for different age and sex groups. An access index is calculated from a travel distance perspective. The result is a risk-adjusted capitation model which can be applied as a budget calculation for the Icelandic health care regions. Finally, the results of the risk-adjusted capitation model are compared to the allocated budget presented in the 2010 State Budget.
    Methods: A need index is found by multiple regression analysis by using cross-sectional panel data with fixed effect assumption. For the purpose of deriving a need based index, three models are defined; a general practice model, a general hospital model and a specialized hospital model. Dependent variables in each model are derived from the function of resources (i.e. visits to health care centers and medical admissions in hospitals) per capita for each of the virtual facilities. The independent variables, however, are nine different demographic and socioeconomic variables. The cost index for each age and sex group is based on cost figures from the Swedish health care system, from general hospitals as well as specialized ones.
    Results: In the general practice model, significant correlation exists between above national average use of health care centers and unemployment rate, disability incidence and standardized mortality rate below age 65. In the health care institutions activity, the findings suggest a correlation between above national average use of health care institution and total income for individuals, disability incidence, unemployment rate and care assessment. Total income, unemployment rate, standardized mortality rates for all age groups and school degrees explain the above national average use of specialized hospital services. In conclusion, the risk-adjusted capitation model provides a different budget allocation to the one health care units are currently receiving in Iceland.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur_Gunnarsdottir.pdf5.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna