is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10151

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar Thought Shape Fusion spurningalistans í íslenskri gerð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þó svo að átraskanir hafi mikið verið rannsakaðar á undanförnum áratugum þá hefur ekki fundist ein ákveðin skýring á þróun þeirra og viðhaldandi þáttum. Hugrænar kenningar hafa verið áberandi á þessu sviði, þar sem megin inntakið er að einkenni átraskana viðhaldist vegna hugmynda sem verða til útfrá gildishlöðnum ályktunum um líkamslögun og þyngd hjá þeim sem í hlut eiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á samband milli átraskana og áráttu- og þráhyggjuröskunar og hafa verið uppi tilgátur um að þessar raskanir byggist báðar að einhverju leyti á hugsanaruglingi, áráttu- og þráhyggja á Thought Action Fusion (TAF) og átraskanir á Thought Shape Fusion (TSF). Gerðir hafa verið spurningalistar til að meta þessar hugsmíðar en próffræðilegir eiginleikar þeirra eru mismikið rannsakaðir. Þeir virðast vera nokkuð góðir í TAF listanum en minna er vitað um eiginleika TSF listans. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna próffræðilega eiginleika TSF listans í íslenskri þýðingu, bæði þar sem þeir eru illa tilgreindir í fyrri rannsóknum og þar sem listinn hefur aldrei áður verið notaður í íslensku úrtaki. Jafnframt var hugtakaréttmæti hans metið með tilliti til spurningalista sem metur átröskunareinkenni ásamt því að bera hann saman við spurningalista sem meta áráttu- og þráhyggjueinkenni og TAF hugsmíðina til að skoða samleitni- og aðgreiningarréttmæti hans. Þátttakendur voru 247 nemar við Háskóla Íslands. Tveir skýrir þættir fengust við þáttagreiningu TSF listans sem er ólíkt því sem höfundar listans greina frá í sínum rannsóknum. Innri áreiðanleiki TSF listans var hár. Niðurstöður rannsóknarinnar urðu að öðru leyti eins og búist var við í upphafi rannsóknar. TSF tengist sterklega þeim vandamálum sem einkenna átraskanir og hefur einnig ákveðin tengsl við áráttu- og þráhyggjusálsýkisfræði ásamt þeim hugsanaruglingi sem getur fylgt henni, það er TAF.

Samþykkt: 
  • 26.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Berglind Kristín.pdf407.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ég vil að aðeins sé hægt að lesa BS-verkefnið af skjá. Það sé ekki hægt að afrita eða prenta það.