is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10169

Titill: 
  • Tilfinningar og traust. Tengsl kvíða og reiði við pólitískt traust
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Pólitískt traust skiptir máli í öllum lýðræðislegum samfélögum. Í samfélögum þar sem fólk treystir ekki stjórnvöldum er hætta á spillingu og að hættuleg öfgaöfl nái völdum. Einnig hafa stjórnmálamenn takmarkað umboð til athafna þegar fólk treystir þeim ekki. Það er því mikilvægt að átta sig á því hvaða þættir hafa áhrif á pólitískt traust og ekki síst hvaða þættir geta dregið úr því. Fyrri rannsóknir hafa fyrst og fremst beinst að bakgrunnsbreytum en þó er ýmislegt sem bendir til þess að áhugavert samspil geti verið milli tilfinninga og trausts. Í þessari ritgerð er að finna fræðilegan inngang um pólitískt traust og samspil þess við félagslegt traust og tilfinningar. Einnig eru kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem skoðað var hvaða tengsl kvíði og reiði hafa við pólitískt traust. Greind eru svör yfir 4.000 Íslendinga úr könnunni Heilsa og líðan Íslendinga (2009). Fyrstu niðurstöður voru kynntar á ársþingi Sálfræðingafélagsins í apríl 2011. Lokaniðurstöður birtast svo í fræðigrein sem ætlunin er að senda í erlent ritrýnt tímarit til birtingar. Beitt var formgerðargreiningu til að setja upp líkan þar sem tengsl kvíða og reiði við pólitískt traust miðlast gegnum félagslegt traust. Með því er einnig reynt að sýna fram á félagslegt traust sem sálfræðilegan undanfara pólitískst trausts. Með gögnunum gefst tækifæri til að skoða samspil tilfinninga og trausts á tímum þar sem traust til stjórnvalda hefur hrunið, bæði á Íslandi sem og víðs vegar annars staðar í heiminum. Niðurstöður sýna að tengsl reiði við pólitískt traust eru að fullu miðluð gegnum félagslegt traust en tengsl kvíða við pólitískt traust eru miðluð að hluta. Rannsóknin sýnir að kvíði og reiði draga úr pólitísku trausti en sambandið er þó ekki svo einfalt þar sem nauðsynlegt er að taka miðlunarbreytuna félagslegt traust með í reikninginn.

Samþykkt: 
  • 3.10.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.Okt.2011.Helga Lara Haarde.pdf546.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna