EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10178

Titles
  • is

    Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í mismunandi menningarheimum

  • Corporate social responsibility in different cultures

Submitted
September 2011
Abstract
is

Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort að munur er á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í mismunandi heimshlutum og ef svo er, hvort að menning landa, trúarbrögð og efnahagur eigi hlut að máli.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í sjö heimshlutum var skoðuð frá CSR pýramída Carroll og í tengslum við eftirfarandi kenningar: klassísku kenningu CSR, kenninguna um sáttmála samfélagsins, hagsmunaaðilakenninguna, Corporate Citizenship og Corporate Social Performance. Viðmið og reglur samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja á borð við viðmiðunarreglur OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki, hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna og fleiri voru einnig skoðuð. CSR var skoðuð í eftirfarandi heimshlutum: Afríku, Asíu, Mið-Austurlöndum, Rómönsku Ameríku, Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu.
Tilvikarannsókn var beitt í þessari ritgerð og fyrirliggjandi heimildir voru notaðar, svo sem blaðagreinar, bækur og netheimildir.
Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú að áherslumunur er á skilgreiningu og framkvæmd samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja á milli heimshluta og spila menning, trúarbrögð og efnahagur þar stór hlutverk. Mikinn mun er að sjá á milli þróunarríkja og þróaðra ríkja en einnig má sjá mun á samfélagslegri ábyrgð innan þessara hópa.

Accepted
04/10/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BS_Anna Jóna Baldu... .pdf466KBOpen Complete Text PDF View/Open