EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10194

Title
is

Matarvenjur og næringarfræðsla eldri aldurshópa 6 mánaða íhlutunarrannsókn

Submitted
June 2011
Abstract
is

Eldri einstaklingum fer fjölgandi og mun fjölga enn frekar í vestrænum samfélögum, mannfjöldaspár WHO gera ráð fyrir að einn af hverjum fimm verði 60 ára og eldri árið 2050.
Sambærilegar íslenskar mannfjöldaspár gera ráð fyrir að eldri borgarar verði 8,3% þjóðarinnar árið 2050 en í dag er þeir 3,2%.
Í þjóðfélagi þar sem öldruðum fer fjölgandi er nauðsynlegt að vita hvaða þættir það eru sem stuðla að heilbrigðri öldrun og hver áhrif þessara þátta eru. Matur og mataræði er hluti af daglegu lífi fólks og viðurkennt er að mataræði hefur mikil áhrif á heilsufar þess. Það er því þarft að skoða hvernig mataræði aldraðra er og hvaða aðferðir er líklegar til árangurs við að bæta mataræðið þar sem þess er þörf.
Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif tvenns konar íhlutunar á mataræði eldri einstaklinga þar sem annar hópurinn fékk þrjá stutta fræðslufyrirlestra um næringu og hinn hópurinn fékk sömu fræðslufyrirlestra um næringu, stutt einstaklinsviðtöl auk kennslu í eldhúsi.
Þátttakendur voru 91 eldri borgari af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 67-91 árs sem var skipt tilviljunarkennt í tvo hópa, eldhúshóp (EH) og viðmiðunarhóp (VH). Til að meta breytingar á matarvenjum fylltu báðir hóparnir þrisvar sinnum út 3 daga matardagbækur og EH fékk einnig kennslu í eldhúsi og stutt einstaklingsviðtal. Jafnframt skilaði hann spurningalista um kennsluna í eldhúsinu.
Í niðurstöðum voru bornar saman breytingar á matarvenjum milli hópanna og milli kynja í hópunum. Flestar jákvæðar breytingar urðu á matavenjum karla í EH, þrátt fyrir að þeir teldu að þeir hefðu ekki breytt matarvenjum sínum. Marktækur munur varð á aukinni neyslu trefja (p=0,048) og minni neyslu alkóhóls (p=0,015) og tilhneigingar til marktækni mátti sjá á mettaðri fitu og transfitu. Þátttakendur borðuðu almennt meira af orkuefnum á meðan á 6 mánaða íhlutunni stóð sem sýndi sig í hærri tölum orkuefna. Þátttakendur voru á sama tíma í líkamsþjálfun í öðrum þáttum rannsóknarinnar sem útskýrir aukna neyslu orkuefna.
Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má því draga þá ályktun að verkleg kennsla eldhúsi hafi meiri áhrif á breytingar á mataræði en eingöngu næringarfræði fyrirlestrar. Þetta sést á meiri breytingum á matarvenjum. Niðurstöður úr þessari rannsókn sýna þó ekki afgerandi breytingar en fjöldi tíma í eldhúsi voru aðeins tveir og rannsóknir sýna að meiri breytingar verða á mataræði þar sem verkleg kennsla er meiri.

Accepted
06/10/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Fylgiskjol_MEd_lok... .201106.pdf2.55MBOpen Complete Text PDF View/Open
Ragheidur_Juniusdo... .pdf769KBLocked Supplementary Documents PDF