EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10198

Title
is

Hugnæmi í depurð mælt með LEIDS spurningalistanum í íslenskri gerð

Submitted
October 2011
Abstract
is

Gerð var rannsókn í úrtaki 136 háskólanema á tengslum hugnæmis (cognitive reactivity) við einkenni þunglyndis og fyrri þunglyndissögu. Í rannsókninni var lagt út frá hugrænni kenningu Becks og kenningu Teasdale um mismunandi virkjun (differential activation theory). Kenningin um mismunandi virkjun gengur út frá því að ástæður fyrir fyrri og síðari lotum þunglyndis séu ekki endilega þær sömu. Áhættuþættir fyrir því að þunglyndið endurtaki sig séu að skap virki hugræna ferla sem veki upp neikvæð hugsanamynstur í depurð. Þetta hefur verið nefnt hugnæmi. Þátttakendur í rannsókninni svöruðu alls fimm spurningalistum og með því var reynt að meta hugnæmi í depurð, þunglyndiseinkenni og þunglyndissögu hjá þeim. Fyrri tilgáta rannsóknarinnar var að hugnæmi væri meira hjá þeim sem hefðu sögu um þunglyndi en hjá þeim sem aldrei hafa þjáðst af þunglyndi. Sú síðari var að það væru tengsl milli tilfinningahæðis, hversu mikið fólk hefur tilhneigingu til að reiða sig á tilfinningar sínar þegar það tekur ákvarðanir í daglegu lífi, og þunglyndis. Fyrri tilgátan var studd í rannsókninni en sú síðari ekki. Þessar niðurstöður benda til þess að hugnæmi sé áhættuþáttur fyrir þunglyndi og endurtekningu þunglyndislota. Samband tilfinningahæðis og þunglyndis er á hinn bóginn óljóst.

Accepted
06/10/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Hugnæmi.pdf401KBOpen Complete Text PDF View/Open