EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10220

Titles
  • is

    Frá rósaleppum til reiðhjóla. Sumardagurinn fyrsti og sumargjafir fyrr og nú

  • From Rose-Decorated Patches to Bicycles. The First Day of Summer and Summergifts

Submitted
October 2011
Abstract
is

Í þessari ritgerð er fjallað um sumardaginn fyrsta og skoðað sérstaklega hvernig dagurinn var haldinn hátíðlegur hér á landi um aldamótin 1900. Sjónum er beint að því hvernig fólk fagnaði þessum tímamótum með því að gera vel við sig í mat og drykk, bregða á leik, hitta annað fólk og njóta útiveru, auk þess sem sérstaklega er kannað hvernig sumargjöfum var háttað á þessum tíma. Gerð er grein fyrir helstu kenningum fræðimanna um hátíðir, leiki og gjafir en þær eiga vel við sumardaginn fyrsta. Þá er kannað hvernig sumargjöfum nútímans er háttað og athugað hvernig þær hafa breyst frá því að vera að mestu nytsamlegar, heimatilbúnar gjafir yfir í gjafir á borð við sápukúlur og sippubönd.
Við rannsóknina er stuðst við ýmis rit sem fjalla um hátíðir, auk þess sem spurningaskrár þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands voru kannaðar. Til að meta viðhorf fólks til sumargjafa nú til dags var könnun sett inn á veraldarvefinn þar sem spurt var hvort fólk gæfi sumargjafir auk þess sem beðið var um nánari upplýsingar um hvernig þær gjafir væru.
Ritgerðin skiptist í þrjá hluta. Fyrsti kaflinn fjallar um sumardaginn fyrsta út frá kenningum um hátíðir, leiki og gjafir. Í öðrum kafla er farið yfir hvers konar veisluföng voru notuð til að gera sér glaðan dag og í þriðja kafla eru sumargjafir fyrr og nú í aðalhlutverki.
Helstu niðurstöður eru að aðrir dagar hafa tekið við hlutverki sumardagsins fyrsta og má þar helst nefna nýársdag og þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sumardagurinn fyrsti skipar því ekki lengur þann sess sem hann gerði áður fyrr. Fólk vill samt sem áður gjarnan halda hann hátíðlegan og margir vilja viðhalda þeim sið að gefa sumargjafir. Sumardagurinn fyrsti er því enn hátíðisdagur en þó með breyttu sniði frá því sem áður var.

Accepted
11/10/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA-ritgerd sis2.pdf523KBOpen Complete Text PDF View/Open