EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10263

Title
is

Endurbætt þýðing foreldraútgáfu SDQ listans. Próffræðilegir eiginleikar í hópi fimm ára barna

Submitted
October 2011
Abstract
is

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða endurbætta þýðingu foreldraútgáfu SDQ listans (Strengths and Difficulties Questionnaire) í hópi fimm ára barna á Íslandi. Próffræðilegir eiginleikar upprunalegrar þýðingar listans hafa ekki reynst ásættanlegir (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005-2006). Foreldraútgáfu SDQ er ætlað að meta hegðun og líðan 4 til 16 ára barna með 25 atriðum sem skiptast á eftirfarandi undirkvarða: ofvirkni, hegðunarvandi, vandi við samskipta við jafningja, tilfinningavandi og jákvæð félagsleg hegðun. Fyrir rannsóknina var orðalagi fimm atriða breytt og vonast var til að þessar breytingar hefðu jákvæð áhrif á próffræðilega eiginleika listans. Leiskólar sem gáfu leyfi fyrir þátttöku voru 14 og alls svöruðu 178 foreldrar, þar af 95 fyrir drengi og 80 fyrir stúlkur (þrír skráðu ekki kyn barns). Niðurstöður leiddu í ljós að áreiðanleikastuðlar heildarerfiðleikatölu, sem og fjögurra af fimm heildartalna undirkvarða, hækkuðu um 0,07-0,26. Áreiðanleiki heildarerfiðleikatölu hafði áður mælst 0,58 hjá þessum aldurshóp (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005) en mældist í þessari rannsókn mun hærri, 0,74. Samt sem áður voru einungis tveir áreiðanleikastuðlar ásættanlegir (yfir 0,7). Þáttagreining leiddi í ljós átta þætti með eigingildi yfir 1,0. Út frá skriðuriti var ákveðið að skoða einnig fimm þátta líkan. Stuðningur fannst ekki fyrir fimm þátta líkani höfundar listans í þessum aldurshópi, þar sem mörg atriðanna hlóðu á aðra þætti en búast mætti við. Próffræðilegir eiginleikar listans virðast hafa batnað með nýrri þýðingu, en teljast þó ekki nægilega góðir til að hægt sé að nota listann til skimunar með áreiðanlegum hætti.

Accepted
02/11/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerd.AsaBirna.pdf1.08MBOpen Complete Text PDF View/Open