is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10264

Titill: 
  • Hreyfing barna með þroskafrávik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hreyfing, æfing og form eru þrjú orð sem oft eru notuð á víxl en hafa ekki sömu merkingu. Hugtökin eru skyld en skilgreiningin á þeim mismunandi. Hreyfingarleysi er alvarlegur heilsufarsvandi og margar sannanir eru fyrir því að hreyfingarleysi sé þáttur í þróun fjölda langvinnra sjúkdóma og slöku líkamsástandi. Ráðleggingar um hreyfingu fyrir bæði almenning og börn hafa verið þróaðar af mismunandi stofnunum víða um heim. Börn ættu að hreyfa sig daglega í 60 mínútur eða meira af meðal- eða mikilli ákefð. Rannsóknir sýna að viss lágmarkshreyfing sé nauðsynleg fyrir eðlilegan beinastyrk, hreysti, vöðvastyrk og þol. Ávinningur hreyfingar fyrir börn er því oft settur í samhengi við framtíðarheilbrigði. Fjöldi barna með greindarskerðingu eða hreyfihömlun hefur aðra sjúkdóma og offita er algengari en hjá öðrum börnum. Þekkt er að fullorðnir með þroskahömlun hreyfa sig minna en aðrir einstaklingar. Fötlun barna með þroskafrávik er mismunandi og einstaklingsbundin hreyfingaráætlun er því nauðsynleg. Aðstæður þeirra eru breytilegar og möguleikar einstaklinga með þroskafrávik eru almennt minni til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Í gildandi lögun um grunnskóla er krafa um íþróttakennslu. Þjálfun skólabarna er sinnt af mörgum sérhæfðum fagstéttum með sérstaka þekkingu á hreyfigetu og þjálfun. Öskjuhlíðarskóli er burðarás í skólamálum þroskahamlaðra. Þar er íþrótta- og sundkennsla í skólanum að minnsta kosti einu sinni í viku, tveir samfelldir tímar, og mjög góð aðstaða til sundkennslu víða í sundlaugum nærri skólanum. Ennfremur er ýmis skipulögð starfsemi í skólanum sem miðar að aukinni hreyfingu. Þá eru íþróttafélög og samtök þroskahamlaðra, ásamt öðrum félagasamtökum, með ýmis úrræði fyrir þennan hóp. Í erlendum vísindagreinum kemur fram að frekar fáar rannsóknir séu til um hreyfingu barna með þroskafrávik. Áhugavert er að skoða betur hreyfingu íslenskra barna með þroskafrávik.

  • Útdráttur er á ensku

    Activity, exercise and fitness are three words often used alternately over the same thing, but do not have the quite the same definition. The terms are related but do not mean exactly the same. Physical inactivity is a serious health problem. Evidence shows that it is part of a wide range of chronic diseases and a lack of physical fitness. The recommended amount of exercise for both the public and children have been developed by different organizations. Children should exercise 60 minutes or more daily of moderate or high intensity. The benefits of physical activity for children are often associated with future health. Obesity and other diseases are more common among children with mental retardation and physical handicap than in other groups. It is already known that adults with mental or physical disabilities are less physically active than healthy individuals. Children with mental and physical disabilities have a very wide variety of disability pattern and individual exercise programs are necessary. Their circumstances are different and generally are the potentials for those individuals to affect the environment less. According to Icelandic law and regulation physical education is required in all elementary school. Physical training is done by many specialized professions with variable expertise in mobility and training. Öskjuhlíðarskóli is a specialized elementary school with by the far biggest number of pupils. Sports and swimming instructions are at the school at least once a week, two consecutive lessons of 80 minutes and very good facilities for swimming instruction for the children. A lot of various activities are organized at the school aimed at increasing physical activity. Moreover there are special sports clubs and other associations for children with mental and physical disabilities. According to international scientific articles there are rather few studies conducted on physical activity of children with mental and physical disorders. It would be therefore be interesting to investigate further physical activity among Icelandic children with disabilities.

Samþykkt: 
  • 3.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Hrafn - Lokaverkefni.pdf341.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna