is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10268

Titill: 
  • Staða geðfatlaðra á Íslandi : breyttar áherslur í nútímasamfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um geðheilbrigðiskerfið á Íslandi og úrræðin sem eru í boði fyrir geðfatlað fólk. Markmið verkefnisins er að skoða þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Ritgerðin byggist á heimildum sem eru bæði ritaðar og munnlegar. Munnlegu heimildirnar voru viðtöl við tvo fagmenn í geðheilbrigðiskerfinu og við einn notenda þeirrar þjónustu. Skoðaðar voru þrjár rannsóknir við gerð lokaritgerðarinnar. Tvær þeirra eru rannsóknir sem gerðar voru á síðastliðnum árum um hag geðfatlaðs fólks á Íslandi og þjónustuþarfir þess. Ein þeirra var gerð í Bretlandi á andlegu ástandi þroskahamlaðs fólks.
    Samkvæmt heimildum eru niðurstöður verkefnisins að mikilvægt er að einstaklingur fái úrræði að meðferð lokinni til dæmis samfélagsleg úrræði. Geðfatlaðir hafa rétt á að velja úrræði og mikilvægt er að starfsfólk innan geðheilbrigðisstéttarinnar virði það. Geðfötlun er mjög einstaklingsbundin og því eru þarfir fólks með geðfötlun mjög ólíkar. Þróun í málefnum geðfatlaðra hefur verið mikil á síðastliðnum áratugum og í dag er samfélagið mun opnara fyrir umræðum um andleg vandkvæði. Valdaleysi geðfatlaðra getur verið töluvert, einkennist það oft af því að einstaklingurinn á í erfiðleikum með að sjá um sig sjálfur og fær ekki nægilega aðstoð til þess. Mikilvægt er að notendur upplifi virðingu í sinn garð og að fagfólk hlusti á og virði ákvarðanir þeirra. Geðsjúkdómar geta hrjáð fólk með þroskahömlun eins og aðra. Einkennin geta verið ólík og því miður hafa þau oft verið tengd við fötlun einstaklingsins og því verið vangreind. Fólk þarf að fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð svo það geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu og notið lífsgæða. Fólk með þroskahömlun þarf einnig að fá stuðning frá aðstandendum bæði við að þekkja einkenni andlegra raskana og einnig þarf að styðja þau í gegnum greiningu og meðferð. Helstu meðferðarúrræði á Íslandi eru lyfjameðferðir og samtalsmeðferðir. Alvarleg veikindi kalla oftar en ekki á innlögn innan heilbrigðiskerfisins. Eftir meðferðir geta samfélagsleg úrræði eins og Hlutverkasetur, Hugarafl, Geysir og Rauði kross Íslands reynst mörgun sérstaklega hjálpleg. Þau halda fólki í virkni, byggja upp sjálfsmynd, auka félagslíf einstaklingsins og fleira. Rannsóknirnar þrjár sem áður var minnst á sýndu mikla þróun í málefnum geðfatlaðra síðastliðin ár.

Samþykkt: 
  • 8.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni þann 15. 9. 2011.pdf397.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna