EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10273

Title
is

Enn einn fundurinn : hver er upplifun kennara af fundum?

Submitted
September 2011
Abstract
is

Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast vitneskju um viðhorf kennara til kennara-, deilda- og árgangafunda, um mikilvægi þeirra og nýtingu á þeim tíma sem fer í fundina. Fundir um hin ýmsu málefni skólastarfsins taka orðið mikinn hluta af tíma kennara og kallar það á gott skipulag af hálfu stjórnenda. Áhersla var lögð á að fá innsýn í upplifun kennara á þeim fundum sem eru skipulagir og stýrt af skólastjórnendum. Rannsóknin var eigindleg. Tekin voru rýnihópaviðtöl við 10 kennara í tveimur grunnskólum, en viðmælendur voru kennarar sem kenndu á öllum stigum skólans, bekkjarkennarar, list- og verkgreinakennarar. Einnig voru gerðar vettvangsathuganir á kennara- og deildafundum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennarar séu ekki sáttir við nýtingu á þeim tíma sem er ætlaður til samstarfs. Í grunnskólum landsins er ákveðinn tími sem kennurum er ætlaður til samstarfs en á þeim tíma eru allir kennarar skólans lausir frá kennslu. Þessi tími er mikið notaður til að funda um hin ýmsu málefni innan skólans. Allir viðmælendurir töldu fundi mikilvæga til samskipta og höfðu vilja til þátttöku í stjórnunarlegri umræðu ef þeir gætu haft áhrif á framgang mála. Kennarar eru ósáttastir við kennarafundina þar sem málefni fundanna eiga oft ekki erindi til þeirra og þeim finnst að tími þeirra sé illa nýttur. Þeir vilja fá að nýta þennan tíma í málefni sem standa þeim nær eins og deilda- og fagfundir. Kennarar horfa mikið í þennan tíma þar sem þetta er oft eini tíminn sem allir kennarar skólans eru á lausu. Á öðrum tíma er erfitt að ná fólki saman. Kennarar telja að stjórnendur þurfi að skipuleggja þessa fundi betur og þá með hliðsjón af öllum þeim sem boðaðir eru á fundinn. Einnig finnst þeim stjórn funda oft ábótavant og telja æskilegt að hafa sérstakan fundarstjóra.
Ekki verður hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar þar sem hér var aðeins rætt við lítinn hóp kennara.

Accepted
09/11/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Enn einn fundurinn.pdf736KBOpen Complete Text PDF View/Open