is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10278

Titill: 
  • Samfélagsþjónustunám : straumar, stefnur og landnám í íslenskum framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna reynslu þriggja íslenskra framhaldsskólakennara úr ólíkum skólum og skólameistara við sömu skóla af námskeiðum í anda samfélagsþjónustunáms. Til þess að fá fyllri mynd af samfélagsþjónustunámi voru tekin viðtöl annarsvegar við kennara á háskólastigi sem hefur yfirgripsmikla sérfræðiþekkingu á sjálfboðnum störfum og hinsvegar við sérfræðing með mikla reynslu af skólastarfi og þekkingu á samfélagsþjónustunámi. Rannsóknin beinist einnig að viðhorfum viðmælenda minna gagnvart tengslum skóla og samfélags sem og að hugmyndum þeirra um skólastarf í anda samfélagsþjónustunáms. Í rannsókninni er ennfremur leitast við að greina hvað þátttakendur telja að stuðli að framgangi samfélagsþjónustunáms og hvaða hindranir þeir sjá í vegi þess að það verði hluti af námsframboði íslenskra framhaldsskóla. Gerð verður grein fyrir fræðilegum grundvelli samfélagsþjónustunáms og þýðingu þess fyrir nemendur og kennara og skoðaðar í því samhengi nokkrar rannsóknir erlendar sem íslenskar og bornar saman við reynslu viðmælendanna. Tilgangur rannsóknarinnar er einnig að kynna hugmyndafræði samfélagsþjónustunáms betur fyrir fagfólki í skólastarfi á Íslandi en hún hefur ekki mikið verið kynnt í íslensku skólastarfi.
    Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem gerð var á árunum 2009-2011. Gagna var aflað með viðtölum og voru viðmælendur alls átta. Þá voru kennsluáætlanir kennaranna úr hópi viðmælenda bornar saman og greindar.
    Helstu niðurstöður eru þær að þau námskeið á sviði samfélagsþjónustunáms sem kennararnir í rannsókninni stjórna, byggja fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði að efla samfélagslega ábyrgð og borgaralega virkni nemenda. Námskeiðin voru sett á laggirnar til að mæta ákveðinni þörf í samfélaginu og eru ekki hluti af hefðbundnum námsgreinum skóla heldur eru þau sjálfstæð námskeið. Námskeiðin hafa orðið til að frumkvæði félagssamtaka og kennaranna sjálfra en ekki skólayfirvalda. Til að námskeið í þessum anda gangi vel þarf kennara með sterka sýn og öfluga samstarfsaðila úti í samfélaginu. Skólameistarar líta á verkefni í þessum dúr með miklum velvilja en hafa til þessa ekki gert formlega ráð fyrir þeim í sínu skólastarfi á afgerandi hátt né lagt í þau mikinn mannafla og sjá ýmis tormerki á slíku hvað varðar skipulag og úrvinnslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er jafnframt sú að kennarar og skólastjórnendur þekki ekki mikið til þeirrar hugmyndafræði sem býr að baki samfélagsþjónustunámi.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study is to explore the experience of three different upper secondary school teachers from different schools, and the headmasters of same schools, of courses related to service learning. To further explore the concept, a university level teacher, specialized in the volunteer sector, and teaching a service learning course, was interviewed, as well as a specialist in teaching, but he was the only interviewee familiar with the concept of service learning beforehand. The interviewees‘ attitude towards the connection between institutes of education on the one hand and society on the other will be considered as well as their personal opinions on education in the spirit of social learning.
    Furthermore this study intends to analyze what possibilities and obstacles they see for service learning in Icelandic colleges. The ideological foundation of service learning will be analyzed, as well as a few key studies, and a comparison will be made between their experience and that of the Icelandic interviewees. Thestudy will also discuss the ideology behind service learning for Icelandic school staff but little seems to be known to this date.
    The study is based upon qualitative methods and was conducted between the years 2009-2011. Data was collected with interviews with eight people. Also the syllabi for the courses were compared and analyzed.
    The main conclusions are that the ideology behind the courses in the field of service learning which the teachers in the study teach, is aimed at increasing social responsibility and citizenship of the students. The courses are constructed to meet certain needs in the society for serviceand stand on their own as individual modules rather than being parts of specific degrees. The courses are not initiated by the schools but by social organizationsand the teachers themselves. For the courses to be well functioning they need to be taught by teachers with a clear vision having strong support from partners such as social organizations in the society.
    The headmasters look upon these courses very positively, but have not to this date formally planned for them in their schools nor put manpower to work on them and generally see a lot of obstacles relating to organizing that kind of work. The conclusion of the study is also that neither the teachers nor headmasters are familiar with the ideology behind service learning. 

Samþykkt: 
  • 10.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa Skemman.pdf618.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna