EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10286

Title
is

„Það er bara einfaldlega mjög skemmtilegt að læra eitthvað nýtt, alltaf jafn gaman“ : starfendarannsókn í Borgarnesi

Submitted
September 2011
Abstract
is

Markmið rannsóknarinnar er að greina frá grunnskólagöngu eins bráðgers einstaklings sem ég kalla Andra, með áherslu á síðustu þrjú ár hans í grunnskóla. Á því tímabili var hann á fljótandi skólaskilum það er að segja í tveimur skólum á tveimur skólastigum á sama tíma. Leitast er við að greina tilurð fljótandi skólaskila og þróun þessa námstilboðs í íslenskum grunn- og framhaldsskólum með því að rýna í útgefin gögn sem menntamálaráðherrar settu í sinni valdatíð, s.s. ræður, lög, reglugerðir og námskrár. Samhliða er stiklað á stóru í umræðunni um skólamál meðal skólafólks á þeim tíma. Við vinnslu rannsóknarinnar komst ég að því að þessi útfærsla á fljótandi skólaskilum byggir ekki á fyrirmyndum erlendis frá heldur er sprottin upp á meðal kennara og skólastjórnenda í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Rannsóknin er starfendarannsókn þar sem ég leitast við að meta námstilboð sem Grunnskólinn í Borgarnesi bauð Andra. Ég geri grein fyrir og byggi rannsóknina á lífssögu og uppeldis- og menntunarsýn minni. Þar sem störf mín stjórnast af gildismati mínu og rökfærslum. Gildi, rök og störf mín hafa þannig gagnkvæm áhrif hvert á annað. Það er mín menntunarsýn að allir nemendur eigi að fá nám við sitt hæfi og það sé skólanna að finna bestu leiðirnar.
Ég tók nokkur viðtöl við Andra á tímabili sem spannaði tæpt ár, jafnframt tók ég eitt viðtal við móður Andra til að fá skýrari mynd af þroskasögu hans.
Niðurstaða mín er að það hentaði Andra mjög vel að stunda nám á fljótandi skólaskilum, það var komið til móts við hann í hverri námsgrein fyrir sig, á hans forsendum. Hann bókstaflega blómstraði í námi sínu, eða eins og hann orðaði það sjálfur á einum stað „Það er bara einfaldlega mjög skemmtilegt að læra eitthvað nýtt, alltaf jafn gaman.“

Accepted
15/11/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Hilmar Már Arason - 2.okt..pdf1.68MBOpen Complete Text PDF View/Open