is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10289

Titill: 
  • Tveir stjórar í brúnni : reynsla skólastjóra sem fara saman með stjórnina í einum skóla
  • Titill er á ensku Two captains at the helm : the experiences of two principals working together in one school
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu er leitast við að kynna reynslu skólastjóra og kennara af því stjórnfyrirkomulagi að hafa tvo skólastjóra í sama skólanum. Tilgangurinn er að afla gagna um reynslu þeirra sem þekkja slíkt fyrirkomulag og draga fram upplýsingar um óhefðbundnar leiðir í stjórnfyrirkomulagi grunnskóla. Reynsla viðmælenda er spegluð í skrifum fræði¬manna um fjölbreyttar leiðir við stjórnun skóla. Markmið verkefnisins er að kanna þetta óalgenga stjórnfyrirkomulag í íslenskum grunnskólum og leggja upplýsingarnar inn í umræðuna um störf skólastjórnenda og stjórnfyrirkomulag skóla.
    Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt til að afla gagna og tilviksrannsókn notuð við vinnu verkefnisins. Tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við fjóra skólastjóra í tveimur skólum sem allar eru konur og hópsamtöl við tvo fjögurra manna kennarahópa í sömu skólum. Í hvorum kennarahópi voru þrjár konur og einn karl. Einnig var stuðst við gögn úr vettvangsathugun og könnun á gögnum skólanna. Við gagnagreiningu var unnið út frá inntaksgreiningu og niðurstöður flokkaðar í þemu sem skoðuð voru í ljósi fræðilegra skrifa um efni tengt stjórnun og óhefðbundnu stjórnfyrirkomulagi skóla.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sameiginleg ábyrgð skólastjóranna sé það sem gefi tveggja skólasjóra kerfi sérstöðu. Skólastjórarnir litu á sameiginlega ábyrgð sem einn af megin kostum kerfisins ásamt miklum samskiptum og samstarfi. Þær höfðu jákvætt viðhorf til fyrirkomulagsins og töldu það henta skólastarfinu vel. Kennararnir voru flestir sáttir við kerfið en hjá þeim birtust mismunandi viðhorf sem hugsanlega má tengja kyni. Karlmennirnir voru hlynntari hinu hefðbundna stjórnfyrirkomulagi að hafa einn skólastjóra. Allir viðmælendur töldu gott samstarf skólastjóranna nauðsynlegt til að kerfið gangi upp og ef breyta eigi stjórnskipan þurfi að ætla góðan tíma í undirbúning og kynningu á breytingunum. Kerfið virðist bjóða upp á tækifæri til að efla almennt samstarf innan skólanna, dreifa ábyrgð og virkja fleira fólk til forystu.

  • Útdráttur er á ensku

    The following study is an introduction to the experiences of both teachers and principals employed in schools, that have been under the administration of two principals. The purpose of this research is to collect and analyze empirical data from the individuals employed in primary schools who are familiar with these unconventional administration methods. The scholarly writings about variety in administrative arrangements in schools echo the information that came forth from the experience of those interviewed in this study. The goal of this study is to look at this unconventional method of administration in Icelandic primary schools and submit the findings to the debate about the pursuits of principals and type of administration used in governing a school system.
    The research techniques used in this study were case studies, while qualitative research was used to the collect data. Semi structured questions were asked in individual interviews with four principals who were all females and from two separate schools. Group interviews were also conducted with two groups of teachers with each group consisting of three females and one male.
    A field study, as well as a study of the two schools data files was also conducted. Qualitative content analysis was used to analyze and categorize the results thematically. The results were then analyzed in the light of academic writings affiliated to administration and unconventional administrating of schools.
    The outcome of this survey suggests that the conjoined responsibility of the principals is what gives this two-principal system its uniqueness. The principals interviewed considered the extensive cooperation and communication to be beneficial and a suitable method of school administration. The majority of the teachers expressed a positive view about this system. However there was some discrepancy among the opinions of the teachers within this group which may be gender related. The male teachers were more inclined to prefer the traditional administration form consisting of a one-principal system. If changes in school management are intended, ample time is necessary for the introduction of the process. The system offers opportunity to generally reinforce cooperation within schools. It also decentralizes responsibility and encourages people to assume a leading role.

Samþykkt: 
  • 15.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tveir stjórar í brúnni - Reynsla skólastjóra sem fara saman með stjórnina í einum skóla.pdf788.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna