is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10299

Titill: 
  • Lestrarkunnátta er undirstaða almennrar menntunar : hvernig endurspegla skólanámskrár mikilvægi lestrarkunnáttu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar heimildarannsóknar er að kanna hvernig markmið aðalnámskrár um læsi og lestrarkennslu birtast á vefsíðum tólf grunnskóla sem valdir voru af handahófi. Höfð eru til hliðsjónar skrif fræðimanna um undirstöðuþætti læsis með sérstakri áherslu á áhrifaþætti lesskilnings. Út frá niðurstöðum er dregin upp mynd af vægi læsis og lestrarþjálfunar í námi barna, hvernig námsmati er háttað og þeirri stígandi sem er í lestrarkennslu. Þá er leitast við að greina hvað skólar eiga sameiginlegt og hvað greinir þá að varðandi lestrarkennslu.
    Rannsóknarspurningarnar voru:
    • Hvernig birtast lestrarmarkmið aðalnámskrár grunnskóla í skólanámskrám á vefsíðum tólf skóla?
    • Hvaða upplýsingar veita skólanámskrár um vægi læsis og lestrarþjálfunar í námi barna?
    Meginniðurstaðan er sú að vægi lesturs í námi barna sé lítið og ekki í samræmi við aðalnámskrá þar sem segir að lestrarkunnátta sé undirstaða almennrar menntunar. Hvort skólanámskrárnar gefi nógu skýra mynd af lestrarkennslu skal ósagt látið. Niðurstaðan ætti engu að síður að geta orðið leiðbeinandi um það sem betur má fara. Spurningar vakna um hvernig skólunum gengur að endurspegla fræðin um lestur og lestrarkennslu í starfi sínu. Einnig má spyrja hver ábyrgð skólanna er í faglegu starfi og kennslu og hvernig það tengist lífsgæðum barna og unglinga á fullorðinsárum. Niðurstaðan vekur upp spurningar um hvernig skólunum gengur að endurspegla fræðin um lestur og lestrarkennslu í starfi sínu.
    Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, gr. 29, segir að starfsáætlun og skólanámskrá skulu vera aðgengileg öllum aðilum skólasamfélagsins. Með nútímatækni má ætla að einfaldasta og fljótvirkasta leiðin til að nálgast skólanámskrár sé með rafrænum hætti. Einnig að þannig auðnist skólunum að ná til sem flestra á sem einfaldastan máta.

Samþykkt: 
  • 16.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_Thorvaldsdottir_M ed_ritgerð - 29 sept 2011[1].pdf2.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna