is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10306

Titill: 
  • Við lærum það sem fyrir okkur er haft : rannsókn á eigin starfi með einhverfum nemanda þar sem stuðst er við TEACCH þjónustulíkanið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er sjónum beint að eigin kennsluháttum í kennslu nemanda með einhverfu. Rannsókninn spannaði tímabilið frá hausts 2008 til vors 2011. Markmið rannsóknarinnar var að skoða sjálfan mig í starfi sem kennari/sérkennslustjóri í skipulagðri kennslu innan TEACCH þjónustulíkansins, sem er kennsluaðferð fyrir börn með einhverfu. Ég var að velta fyrir mér hvað ég var að kljást við og hvort ég hefði getið á komið á annan hátt að kennslunni þegar ég var í starfi. Það er skoður hver þáttur fyrir sig í aðkomu að kennslu og kennsluleiðum, ígrunduð framför hjá nemanda og hvort það hefði verið hægt að nálgast viðfangsefnið á annan hátt að hverju leiti.
    Í fræðilegu umfjöllununni er farið í þætti eins og hvað einhverfa sé, birtingarmynd hennar, orsök og greining, sagt er frá TEACCH þjónustulíkaninu og starfsháttum þess. Fjallað er um hvað felst í starfendarannsókn og hennar aðferðum lýst.
    Gagnaöflun fór fram með dagbókaskrifum, skýrslum, fundagerðum og viðtali við stuðningsaðila. Gögnin voru rýnd og skipt upp í þemu eftir því hvað verið væri að skoða í hvert sinn. Rannsóknarvinur var mér til halds og traust við úrvinnslu rannsóknarinnar og hann hitti ég reglulega. Umræður um framgang mála ritsmíðarinnar og úrvinnslu voru rædd á hispurslausan hátt okkar á milli. Eftir hvert þema sem var skoðað, er ígrundunar kafli um vangaveltur og fjallað var um hvernig tókst til við kennslu út frá minni upplifun.

Samþykkt: 
  • 17.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersritgerð_María Sif Sævardóttir.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna