is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10314

Titill: 
  • „Einn sá flottasti í brekkunum“ : skíðaiðkun fatlaðs fólks : greinargerð
  • „Einn sá flottasti í brekkunum“ : skíðaiðkun fatlaðs fólks : handbók
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Skíðaiðkun, einkum alpagreinar, er vinsæl tómstundaiðja hér á landi. Þrátt fyrir fjölda skíðasvæða hefur fatlað fólk haft fá tækifæri til að nýta sér þær aðstæður til jafns á við ófatlað fólk en hefur þó stundað hana í þrjá áratugi. Ýmislegt hefur haft þar áhrif eins og búnaður, veðrátta og kunnáttuleysi. Á undanförnum árum hefur markvisst fræðslu- og kynningarstarf Íþróttasambands Fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Challange Aspen á alpagreinum stuðlað að því að nú renna sér æ fleiri fatlaðir einstaklingar, börn sem fullorðnir, á skíðum. Tilgangur þessa verkefnis er að búa til handbók um skíðaiðkun fatlaðs fólks sem nýtast á fötluðu fólki svo og skíðakennurum og skíðaþjálfurum sem hafa í hyggju að stuðla að skíðasamfélagi fyrir alla. Handbókin var unnin á árunum 2006 til 2011. Hún byggir á reynslu höfundar á skíðakennslu hjá National Sports Center for the Disabled (NSCD) í Winter Park í Colorado, viðtölum við fatlaða skíðaiðkendur og skíðakennara sem hafa sérhæft sig í kennslu fatlaðs fólks og virkum þátttökuathugunum í skíðakennslu. Tekin voru eigindleg viðtöl við fimm íslenska fatlaða skíðaiðkendur og fimm bandaríska skíðakennara sem störfuðu hjá NSCD. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að þörf sé fyrir handbók sem þessa þar sem fræðsluefni er af skornum skammti og talsverður áhugi er á skíðaíþróttinni meðal fatlaðs og ófatlaðs fólks á Íslandi. Skíðaiðkun býður fötluðu fólki upp á þann möguleika að njóta útivistar yfir vetrarmánuðina þar sem öll fjölskyldan getur stundað þessa íþrótt saman burt séð frá líkamlegu og andlegu atgervi. Á skíðum má líta á fötlun sem aðstæðubundna og afstæða því með réttum búnaði og aðstoð geta allir tekið þátt. Niðurstöður verkefnisins varpa einnig ljósi á að skíðaiðkun getur haft víðtæk áhrif á líf fatlaðs fólks þar sem ávinningurinn er þríþættur; líkamlegur, andlegur og félagslegur sem leiðir líkum að því að skíðaiðkun sé valdeflandi íþrótt og tómstund.

Samþykkt: 
  • 23.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
greinargerd gudnybachmann.pdf769.17 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
handbok gudnybachmann jan12.pdf11.82 MBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna