EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10334

Title
is

Heilsa, hreyfing og þol 18 ára framhaldsskólanema HLÍF: heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla

Submitted
February 2010
Abstract
is

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna líkamlega heilsu 18 ára framhaldsskólanema með því að skoða helstu áhættuþætti fyrir lífstílssjúkdóma. Undirmarkmið var að bera saman áhættuþættina og kanna breytileikann í líkamlegri heilsu nemenda úr þeim þremur skólum sem rannsóknin náði til.
Aðferðir:
Áhættuþættir lífstílssjúkdóma voru mældir í slembiúrtaki 277 18 ára framhaldsskólanema (147 drengja, 130 stúlkna) úr þremur framhaldsskólum í Reykjavík. Dagleg hreyfing þeirra var mæld með skrefamæli (Yamax-SW-200). Líkamssamsetningu var lýst með mælingum á hæð, þyngd og mittismáli og líkamsþyngdarstuðullinn (BMI= kg/m2) var fundinn, hlutfall líkamsfitu var mælt með tvíorku röntgengeislagleypnimælingu [e. dual-energy X-ray absorptiometry (DXA)] með Lunar beinþéttnimæli. Þol var mælt með hámarkssúrefnisupptökumælingu (VO2 max) (Parvomedics Trumax 2400) á hlaupabretti. Blóðþrýstingur var mældur með sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli (ADC Advantage 6013) eftir að þátttakandi hafði setið rólegur í 10 mínútur. Áhættaþættir lífstílssjúkdóma í blóði voru metnir með mælingum á fastandi styrk þríglýseríða, heildarkólesteróls, lágþéttni fitupróteina (LDL), háþéttni fitupróteina (HDL), inúlíns og glúkósa í sermi.
Niðurstöður:
Samkvæmt BMI stuðli voru 64 (23,3%) nemandur skilgreindir of þungir/feitir en samkvæmt DXA mælingunni voru 128 (50,8%) skilgreindir með hátt hlutfall líkamsfitu. Einnig mældust 28 (11,2%) nemendur með óæskilega lágt HDL, 21 (8,4%) mældist við hættumörk og með of hátt LDL og 28 (10,2%) þátttakendur voru skilgreindir með jaðar- eða háan slagbilsþrýsting. 87 (77,7%) stúlkur og 118 (90,1%) strákar voru með þol í meðallagi og hærra. Þrátt fyrir það þá náðu 68 (64,2%) stúlkur og 71 (66,9%) strákur ekki hreyfiráðleggingum um >10.000 skref að jafnaði á dag. Marktækur munur var á milli kynja í öllum mælingunum nema hreyfingu, BMI, hlébilsþrýstingi, LDL og þríglýseríðum (p>0,05). Marktækur munur var á milli skóla á þoli, hreyfingu, líkamshæð, hlutfalli líkamsfitu, mittismáli, slag- og hlébilsþrýstingi og LDL (p<0,05). Engin marktæk víxlverkun (e, interaction) var á milli skóla og kyns þátttakenda.
Ályktun:
Tveir þriðju framhaldsskólanemenda hreyfðu sig of lítið, á milli fjórðungur og helmingur þeirra voru illa á sig komnir hvað holdafar varðar en 75-90% voru ágætlega staddir hvað varðar viðmið um þol. Nemendur sem gengu í hefðbundinn verknámsskóla voru auk þess ver á sig komnir en nemendur sem gengu í hefðbundna bóknámsskóla.

Accepted
07/12/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaskjal prentun 24.juni.pdf1.55MBOpen Complete Text PDF View/Open