is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10370

Titill: 
  • „Mér finnst ég örugg hjá þeim." Upplifun notenda af Þjónustumiðstöð Breiðholts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá upplýsingar frá notendum Þjónustumiðstöðvar Breiðholts um þá þjónustu sem þeir fá þaðan með það fyrir augum að bæta þjónustuna þannig að hún mæti þörfum þeirra betur. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og tekin voru viðtöl við sjö notendur sem fengu að minnsta kosti fjóra þjónustuþætti á tímabilinu maí – ágúst 2011. Rannsókninni var ætlað að kanna hvernig þjónustan nýtist notendum, einnig var rannsakað hvort þeir telji sig fá að taka þátt í ákvörðunartöku varðandi þjónustuna og hvort þeir telja að eitthvað mætti betur fara.
    Meginniðurstöður rannsóknar eru þær að misjafnt er hvernig þjónustan nýtist notendum. Að mati sumra viðmælenda er stuðningsþjónustan, húsaleigubætur og félagslegar íbúðir að nýtast vel, fjárhagsaðstoðin ágætlega en viðtöl við félagsráðgjafa virðist ekki vera að nýtast öllum eins vel. Niðurstöður leiddu í ljós að flestir viðmælendur telja að félagsráðgjafar vinni ekki í samráði við þá og skortur sé á trausti, virðingu og skilningi.
    Ályktun rannsakanda út frá rannsókninni er að auka megi samráð við notendur við vinnslu mál. Með breyttu viðhorfi félagsráðgjafa gagnvart notendum og betra sambandi á milli þeirra má bæta þjónustuna. Rannsóknir hafa sýnt að sé unnið í samráði við notendur séu meiri líkur á að þjónustan mæti þörfum þeirra betur sem skilar sér í bættri og skilvirkari þjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this research was to study the service that users have received from the municipal service center in Breiðholt Reykjavík. Qualitative research methodology was used in this study and seven users of the service center in Breiðholt were interviewed. All interviewed individuals had received at least four different kind of service in the period between may – august 2011. The aim of this research was to study how the service suites the needs of the users and if there is anything they think should be improved. Furthermore, the aim of the study was to find out if users think they participate in the decision-making regarding the service they receive.
    The results of this study show that the users consider some of the services more useful than others. Support service, housing benefits and social service apartments were considered by the users to be very helpful. The interviewed users consider appointments with social worker not as useful as they could be. Lack of trust, understanding and respect was mentioned by the users. Most of the interviewed users did not think they participate in decision-making regarding their case.
    The conclusion of this study is that participation with users in there cases could be enhanced. Service can be improved with better relationship and understanding between the user and his social worker. Working in participation with users has shown to lead to better service that meets the needs of the users.

Samþykkt: 
  • 15.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun notenda.pdf1.08 MBLokaðurHeildartextiPDF