is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1039

Titill: 
  • Umhverfismennt, grenndarkennsla og grunnskólinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri vorið 2007. Í verkefninu er leitað svara við spurningunni: Er unnt að efla umhverfis¬mennt með grenndarkennslu?
    Upphaf umhverfismenntunar er rakið til umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972, Belgrad 1975 og Tibilisi 1977. Með umhverfismennt er kennd umhverfisvitund, en í Aðalnámsskrá grunnskóla, samfélags¬fræðihluta, segir að með umhverfisvitund felist umhyggja fyrir umhverfi sínu og hæfileiki til að greina samhengi mannlegra athafna og náttúru. Grenndarkennsla og umhverfismennt eru náskyld hugtök, enda má segja að grenndarkennsla feli í sér umhverfismennt þar sem leitast er við að nýta nánasta umhverfi til að flétta saman í eina heild atriðum úr náttúru- og landafræði, sögu, bókmenntum og fleiri greinum. Með því að kenna nemendum að upplifa, greina og skilja sitt nánasta umhverfi, hjálpar grenndarkennsla nemendum að skoða og skilja víðara samhengi manns og náttúru.
    Mikilvægt er að útfæra grenndarkennslu á fjölbreyttan máta, fjallað er um nokkrar viðurkenndar kennsluaðferðir.
    Unnin var tillaga að áfangaskiptu verkefni fyrir grenndarkennslu í 10. bekk, Áhrif okkar á umhverfið, frá hinu smæsta til hins stærsta. Verkefninu var skipt upp í þrjá áfanga. Sá fyrsti fjallar um áhrif heimilis nemanda á umhverfið, sá næsti um áhrif fyrirtækis í heimabyggð á umhverfi sitt og sá síðasti um áhrif atvinnulífs á Íslandi á umhverfi sitt. Auk þess að snúast um umhverfisáhrif, nær verkefnið einnig til efna¬hagslegra þátta þar sem unnin er einföld greining á tekjum og útgjöldum heimila, fyrirtækis og þjóð¬félagsins. Markmið verkefnisins tengjast þannig náttúrufræði, hagfræði, samfélags¬fræði, stærðfræði og vitaskuld íslensku, þar sem nemendur þurfa að skila ritgerðum og kynningum. Síðast en ekki síst er leitast við að fá nemendur til að huga að úrlausnum og nýsköpun á sviði umhverfismála og atvinnumála og gera þá færari um að taka þátt í þjóðfélagslegri umræðu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnbjörg og Bylgja lokaverkefni 17.04.pdf292.22 kBLokaðurUmhverfismennt - heildPDF