is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10422

Titill: 
  • Áföll af völdum sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna ungmenna. Forvarnir og aðstoð innan grunnskóla Hafnarfjarðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um áfallahjálp í grunnskólum Hafnarfjarðar þegar áfall hefur orðið af völdum sjálfsvígs eða sjálfsvígshegðunar. Rannsóknin fjallar einnig um hvernig forvörnum gegn sömu þáttum er háttað. Markmiðin voru að skoða verkferla og leggja til viðbætur væri þess þörf. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn með þátttöku kennara og starfsfólks áfallateyma úr fimm af sjö grunnskólum Hafnarfjarðar. Rannsóknin var unnin á haustmánuðum 2011. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að vel sé unnið með áföll af völdum sjálfsvíga og sjálfsvígshegðunnar í grunnskólunum. Áfallahjálpin er markviss og unnin af fólki með reynslu og sérmenntun. Þó er bent á að eftirfylgd áfallavinnunar mætti vera betri og samvinna áfallateyma meiri. Forvarnir gegn sjálfsvígshegðun og annarri áhættuhegðun innan grunnskóla virðist vera að breytast töluvert. Áherslur eru á heildarsýn, valdeflingu nemenda og að nemandinn njóti notendasamráðs til að öðlast sterka sjálfsmynd. Forvörnum er beitt án þess að geta um áhættuþætti og einstaklingnum eftirlátið að þroskast með góðan vitnisburð, á sínum forsendum. Svo virðist sem hugmyndafræði félagsráðgjafar sé að einhverju leyti notuð við forvarnarvinnu í grunnskólum Hafnarfjarðar.

  • Útdráttur er á ensku

    This study deals with grief counseling in the wake of suicide or suicidal behavior in the primary schools of Hafnarfjörður. The study also deals with prevention procedures to hinder suicides and suicidal behavior. The objective of the study was to examine procedures and improve prevention methods in the wake of suicide and suicidal behavior. The study employed a qualitative methodology based on interviews with the participation of teachers, and grief counseling teams from five of the seven primary schools in Hafnarfjörður. Data was gathered in the fall of 2011. The findings suggest that grief counseling in the wake of suicide or suicidal behavior is well managed at the primary school level in Hafnarfjörður. Grief counseling at the primary school level in Hafnarfjörður is objective and performed by specially trained and experienced people. However, follow up of grief counseling and cooperation between griefs counseling teams could be improved. Prevention programs for suicidal behavior, or for at risk students seem to be going through a rapidly developing phase. Emphasis is on holistic view, subject empowerment and subject involvement with the aim of strengthening self-image. Prevention programs are implemented without mentioning risk, and the subject is guided to grow in a positive direction. It seems that the philosophy of social work is, to some extent used in the preventive work in schools of Hafnarfjörður.

Samþykkt: 
  • 21.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ægir Örn_ritgerð.pdf2.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna