is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10427

Titill: 
  • Samfélagsleg áföll: Viðbrögð félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samfélagsleg áföll eru atburðir sem hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur þeirra og samfélagið í heild sinni. Orsakir þeirra má oftast rekja til náttúrhamfara en þær geta einnig orðið af mannavöldum. Tíðni samfélagslegra áfalla hefur aukist á okkar dögum og er það meðal annars vegna þess að nú eru einstaklingar og samfélög berskjaldaðri fyrir afleiðingum þeirra en áður. Félagsráðgjöf er fagstétt sem hefur frá örófi greinarinnar lagt áherslu á vinnu með einstaklingum og hópum sem hafa orðið fyrir áföllum. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á viðbrögð félagsráðgjafa við samfélagslegum áföllum með sérstakri áherslu á náttúruhamfarir. Hér er spurt: Hvert er hlutverk félagsráðgjafa í viðbrögðum við samfélagslegum áföllum og hvernig hefur hlutverk félagsráðgjafa verið skilgreint í viðbragðsáætlunum hérlendis? Notast verður við tvennskonar rannsóknaraðferðir. Í fyrsta lagi greiningu á stöðu þekkingar og í öðru lagi við tilviksathugun sem náði til tveggja sveitarfélaga Árborgar og Norðurþings.
    Greining á viðbragðsáætlun Árborgar leiddi í ljós umfangsmikið hlutverk félagsráðgjafa og félagsþjónustu en ekki hefur verið unnin viðbragðsáætlun fyrir Norðurþing. Niðurstaða greiningar á stöðu þekkingar sýnir að vinna félagsráðgjafa vegna samfélagslegra áfalla er afar fjölbreytt. Félagsráðgjafar sinna meðal annars áfallahjálp til þolenda og samfélagsvinnu þar sem unnið er með fyrirliggjandi bjargir samfélaga með það að marki að sporna gegn félagslegum vandamálum. Einnig hafa félagsráðgjafar tekið þátt í undirbúningsaðgerðum vegna samfélagslegra áfalla, til dæmis með þátttöku í viðbragðsáætlanagerð. Félagsráðgjafar leggja áherslu á vinnu með berskjölduðum hópum, því félagsleg staða getur haft afgerandi áhrif á það hvernig einstaklingum reiðir af í kjölfar samfélagslegra áfalla.

  • Útdráttur er á ensku

    Disasters are events that can have massive consequences for their victims and for society as a whole. What causes them can often be traced to natural disasters but also to man made disasters. The occurrence of disasters is increasing mainly because individuals and communities are now more vulnerable to their consequences than before. Social work is a profession which has from its inception provided support to individuals and groups in crisis situations. The research questions in this study are: What is the role of social workers in disaster work and how has their role been defined in Icelandic disaster preparedness plans. In this study two research methods were used. Firstly a literary review and a case study focusing on the municipalities Árborg and Norðurþing.
    The analysis of Árborg’s disaster preparedness plan showed that social workers working for the local social services have an extensive role. Norðurþing has not completed making a disaster plan. The literary review showed that social workers have many roles when it comes to disaster response. They include among other things, crisis support for victims and community work with its focus on community strengths and using them to overcome social barriers. Social workers have also been involved at the preparedness stage where they have among other things participated in making disaster plans. Social workers work with vulnerable groups because social factors can have dramatic effects on individual´s ability to cope with situations in the aftermath of disasters.

Samþykkt: 
  • 22.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Sigrún Ritgerð.pdf961.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna