is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10429

Titill: 
  • Hvað þarf til að skila góðri frammistöðu í starfi? Öfl sem knýja einstaklinginn áfram til árangurs og velgengni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megintilgangur ritgerðarinnar er að leita svara við spurningunum:
    Hvað er vel unnið starf (e. good work?) – er til algild skilgreining á því?
    Hvert er markmiðið með starfi okkar og hver er tilgangur þess?
    Hvaða drífandi öfl knýja okkur áfram og leiða okkur á toppinn til framúrskarandi árangurs og velgengni í starfi?

    Rýnt er í fræðilegar heimildir og kenningar síðasta áratugar og jafnframt kynnt þau tól og tæki sem notast er við til að skilgreina þætti sem hafa áhrif á framúrskarandi árangur óháð starfsstéttum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna með eigindlegri viðtalsaðferð hvort hægt er að koma auga á þá lykilþætti sem taldir eru upp í fræðilega kaflanum árangursríka einstaklinga sem hafa hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi framisstöðu við að skila góðu starfi (e. good work).
    Til að leita svara við síðari spurningunni voru tekin viðtöl við tiú einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa hlotið einhvers konar viðurkenninga á sínum starfsvettvangi fyrir vel unnið starf. Leitast er við að fá góða innsýn í það krefjandi ferli sem átti sér stað til að ná slíkum árangri.
    Síðan eru birtar niðurstöður og reynt að koma auga á, og ályktanir dregnar af því, hvort um sé að ræða keimlíkt mynstur í hugsunarhætti og hegðun í starfi. Ráðandi gildi í svörum viðmælenda eru borin saman við kenningar og leitast er við að sjá sameiginlega grundvallarþætti með því að gera samanburð. Jafnframt er ætlunin að draga lærdóm af þeim reynslubanka sem er að finna í svörum viðmælenda og gera tilraun til að setja saman leiðarvísi að þeim aðalatriðum sem hafa skipað stærstan sess í þeirra ferðalagi; ferðalagi sem einkennist af því að vinna af ástríðu. Niðurstöðurnar benda til þess að viðmælendur nái góðri frammistöðu sem byggist á siðferðislegum innri gildum þeirra, settum markmiðum og þrá eftir að finna sinn æðri tilgang.

    Fræðileg yfirferð bendir til mikillar samsvörunar á milli viðmælenda þegar kemur að þeim eiginleikum sem þurfa að vera fyrir hendi til að geta skilað góðu verki.
    Lykilorð: starf, gildi, frammistaða, tilgangur, hvatar og flæði.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The main purpose of this thesis is to answer the following questions:
    1. What is a job well done (e. good work) -- Is there a universal definition of it?
    2. What is the goal of our work and what is its purpose?
    3. What forces drive us forward and lead us to outstanding performances and success at work?
    The theoretical sources and theories of the last decade are examined and also are introduced the tools employed to identify factors that influence outstanding performances regardless of occupation. The aim of this study is to examine through qualitative interview process whether it is possible to identify the key factors that are identified in the theoretical section are effective compliance of individuals who have received awards for outstanding performance, in other words have delivered a good work.
    To answer the latter question eleven individuals were interviewed who all had in common some kind of recognition received for a work well done at their respective area of work. These interviews were also taken to gain a good insight into the challenging process that took place to achieve such results.
    The results are then presented and an attempt made to identify and draw conclusions about whether similar patterns of thinking and behavior at work preside between respondents. By making comparisons dominant forces in the answers of the respondents are compared with theories and mutual fundamental elements spotted. Also the intention is to learn what lessons can be drawn from the experience of the respondents and effort made to put together a guide of the main points that have dominated their journey which has been marked by passion for their work. The results suggest that the respondents have achieved good performance based on internal moral values, achieving goals and the desire to find higher purpose for their existence.
    Theoretical examination points to a strong correlation between the features that need to be in place to deliver a good work.
    Keywords: employment, value, performance, purpose, motivation and flow

Samþykkt: 
  • 23.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildaskrá_Inga Lísa Sólonsdóttir_MS_ritgerð.pdf223.76 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Heildartexti_Inga Lísa Sólonsdóttir_MS_ritgerð.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðauki_listi yfir viðmælendur_Inga Lísa Sólonsdóttir_MS_rigerð.pdf85.32 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Útdráttur_Inngangur_Inga Lísa Sólonsdóttir _MS_ritgerð.pdf224.33 kBOpinnFormáli, inngangur, útdrættirPDFSkoða/Opna