is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10434

Titill: 
  • Sjálfsvarnarréttur ríkja. Inntak og álitamál
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er inntak sjálfsvarnarréttar ríkja í samtímarétti og margvísleg álitamál sem komið geta upp við mat á því. Farið er yfir sögu alþjóðlegs regluverks um valdbeitingu og fjallað um þær réttarheimildir sem mest vægi hafa í nútíma-þjóðarétti um sjálfsvörn. Fjallað er ýtarlega um ákvæði 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þau skilyrði sem sett eru fram í texta þess fyrir því að ríki beiti sjálfsvarnarrétti. Lögfest skilyrði um vopnaða árás hefur mikla þýðingu í umfjöllun um sjálfsvarnarrétt og þriðji kafli ritgerðarinnar er helgaður því.
    Ólögfest skilyrði sjálfsvarnarréttar og annarra gagnaðgerða í þjóðarétti um nauðsyn aðgerða og svonefnda hlutfallsreglu - að umfang aðgerða verði að vera í samræmi við tilefnið - hafa oft verið rakin til Karólínu-málsins svonefnda. Í ljósi þess að mat á skilyrðunum tveimur er oftar en ekki háð staðreyndum hvers máls er áhersla lögð á að fjalla um dómsniðurstöður Alþjóðadómstólsins þar sem mat á skilyrðunum hefur komið við sögu.
    Samspil sáttmála Sameinuðu þjóðanna og sjálfsvarnarréttar samkvæmt þjóðréttarvenju hefur löngum verið í brennidepli fræðimanna. Í fimmta kafla er því ýtarlega fjallað um skoðanir ólíkra fylkinga fræðimanna á sambandi 51. gr. sáttmálans og þjóðréttarvenju og ljósi jafnframt varpað á ýmis álitamál sem því tengjast.
    Að lokinni umfjöllun um samspil sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðréttarvenju er fjallað um hin „gráu svæði“ sjálfsvarnarréttarins. Skoðanir eru skiptar um hvort aðgerðir á borð við mannúðaríhlutun, vernd ríkisborgara, hefndarráðstafanir og fyrirbyggjandi sjálfsvarnaraðgerðir geti rúmast innan sjálfsvarnarréttar ríkja. Í síðasta kaflanum er fjallað um hvert hlutverk Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er þegar ríki áforma að beita sjálfsvarnarrétti sínum. Að því loknu er efni ritgerðarinnar dregið saman og niðurstöður höfundar kynntar.

Samþykkt: 
  • 3.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-Halldór.pdf812.33 kBLokaðurMeginmálPDF
forsida-ritgerd.pdf30.91 kBLokaðurForsíðaPDF