EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10451

Titles
  • is

    Myndvöktun

  • Video Surveillance

Submitted
February 2012
Abstract
is

Ritgerð þessi fjallar um þær reglur sem gilda í íslenskum rétti um myndvöktun á sviði persónuupplýsingaréttar, þ.e. rafræna vöktun með myndavélum, og álitaefni henni tengdri. Þau snerta oft mörg lagaákvæði í senn, sem gjarnan eru matskennd. Laga- og stjórnsýsluframkvæmd hér á landi er lýst og er áhersla lögð á að gera stjórnvaldsákvörðunum og úrskurðum Persónuverndar skil. Í upphafi ritgerðarinnar er vikið að löggjöf um persónuupplýsingar og vernd þeirra. Fjallað er í stuttu máli um alþjóðlegar reglur sem þýðingu hafa fyrir íslenskan rétt. Skýrt er frá persónuupplýsingalöggjöf í íslenskum rétti, þ.e. forsögu núgildandi löggjafar og gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 (pul.) og reglum byggðum á þeim. Því næst er gerð grein fyrir markmiði, efnislegu gildissviði og helstu hugtökum laganna og leitast við að draga fram það sem hefur gildi fyrir umfjöllunina. Þar á eftir er fjallað um 8. gr. pul. sem mælir fyrir um almennar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga og hin sérstöku skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga í 9. gr. pul. Þá er sjónum beint að ákvæði 1. mgr. 4. gr. pul. um rafræna vöktun. Öll myndvöktun skal jafnframt uppfylla meginreglur 7. gr. persónuupplýsingalaga um gæði gagna og vinnslu og verður leitast við að varpa ljósi á beitingu þeirra í stjórnsýsluframkvæmd. Gerð er grein fyrir ákvæðum um fræðsluskyldu ábyrgðaraðila gagnvart hinum skráða í 20. og 21. gr. laganna og ákvæði 24. gr. pul. um viðvaranir um rafræna vöktun. Að lokum er vikið að upplýsingarétti hins skráða, skv. 18. gr. pul., og rétti til almennrar vitneskju um vinnslu persónuupplýsinga, skv. 16. gr. pul.

Accepted
05/01/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Forsíða_lokaritgerd.pdf213KBOpen Front Page PDF View/Open
Katrín Þórðardótti... .pdf889KBLocked Text Body PDF